A Whole New Mind – Daniel Pink


Í þessari metsölubók fjallar Daniel Pink um þær breytingar sem tækni-og hnattvæðingin hefur og mun hafa áhrif á hvernig við búum, vinnum og sjáum heiminn.

Pink talar um að hæfileikar stjórnaðir af vinstra heilahvelinu sem hafi verið nauðsynlegir á upplýsingaöldinni séu ekki nægilegir í dag. Hægra heilahvelið sem stýrir m.a. samhygð, merkingu og skapandi hugsun, sé það sem muni skipta sköpum.

Almennt er talið að vinstra heilahvelið sé sundurgreinandi en hið hægra samþættandi. Þannig á vinstra heilahvelið auðveldara með að greina heild niður í grunneiningar, en hægra heilahvel sameinar fremur hluta í heild. (heimild).

Pink segir að á við séum, með hverri öld sem líður, að þróast og MFA nám (Master of Fine Arts) sé hið nýja MBA nám og með nýrri öld séu nýjar áherslur.

conceptual-age-L-I7rQsj

Hann segir að þróunin líti nokkurn vegin svona út.

evolution_of_men

Undanfarnir áratugir hafa verið tímar fyrir ákveðnar manneskjur með ákveðna hæfileika. Tölvusérfræðingar sem forrita, lögmenn sem skrifa samninga og viðskiptafræðingar sem vinna með tölur hafa verið eftirsóknarverðar stéttir. En Pink telur að lyklarnir að “konungshöllinni” séu að skipta um hendur. Hann segir að vegna tækni-og hnattvæðningar sé auðvelt að flytja störf sem þessi úr landi til einhvers sem getur gert það jafn hratt og vel fyrir mun lægra kaup. Hann telur að framtíðin sé þeirra sem geta skapað og búið til merkingu. Þetta fólk; listamenn, uppfinningamenn, hönnuðir, kennarar, rithöfundar og þeir sem sjá stóra samhengið muni verða í fyrirrúmi á næstu árum og áratugum. Þetta sé fólkið sem við þurfum til þess að taka samfélag okkar áfram í eitthvað meira og betra.

Til þess að hjálpa okkur að bæta þessa hæfileika okkar leggur hann til 6 grunnatriði sem þeir sem vilji starfsframa og lífsfyllingu þurfi að kynna sér vel. Þeir eru sköpun, að segja sögur, samhygð, að geta leikið sér, búið til merkingar og setja hluti í samhengi. (e.design, story, symphony, empathy, play, and meaning).

a-whole-new-mind
Förum í stuttu máli yfir hvern þátt.

1. Hönnun (Design)

“Design its simplest form is the activity of creating solutions. Design is something that everyone does every day.”

Sköpun snýst um að búa ekki bara eitthvað til sem virkar heldur gera eitthvað fallegt sem er þægilegt að vinna með. Í dag skiptir hönnun neytendur miklu máli. Brauðrist er notuð í 5 mínútur á dag en stendur í eldhúsinu til sýnis alltaf og því skiptir útlit hennar oft jafn miklu máli og notagildið sjálft. Falleg heimasíða, pakkning, auglýsing og hönnun eru það sem horft er á ef lítill sem enginn munur er á vörunni sjálfri.

Kosningaseðillinn í forsetakosningunum í Floridafylki í USA árið 2000 (sjá mynd) er dæmi um lélega hönnun en þar merktu margir í 2 gatið og kusu því Pat Buchanan sem forseta í stað Al Gore og telja margir þessa hörmulegu hönnun hafa breytt útkomu heilla forsetakosninga þar í landi.

 butterfly-ballot

2. Sögur (Story)

“Humans are not ideally set up to understand logic they’re ideally setup to understand stories.” -Roger C. Schank

Með tæknibyltingunni getur 13 ára barn í Afríku tengst netinu og fundið út hitastigið í Brussel, lokaverð IBM verðbréfanna á Wall Street í dag eða nafnið á Fjármálaráðherra Winston Churchill jafn hratt og yfirmaður bókasafns Camebridge háskóla… Það er magnað!

Þegar staðreyndir eru svona auðsóttar verður hver staðreynd minna virði. Það sem fer að skipta máli er hæfni þín til þess að setja þessar staðreyndir í rétt samhengi og segja þær þannig að aðrir muni þær og vilji hlusta.

3.  Heildarmynd (Symphony)

Það að sjá heildarmynd og tengja saman ólíkar hugmyndir er hæfileiki sem er mikilvægur og fáir hafa. Þetta eru uppfinningamenn og frumkvöðlar sem tengja áður ótengdar hugmyndir. Pink kallar þetta: Reeses’s Cup Theory þar sem bestu hugmyndirnar koma þegar hlutir sem engum hafði tengt áður saman eru sameinaðir… Eins og súkkulaði og hnetusmjör í Reese’s Peanut Butter Cup.

reeses-peanut-butter-400x400

4. Samhygð (Empathy)

“Leadership is about empathy. It is about having the ability to relate and to connect with people for the purpose of inspiring and empowering their lives” – Oprah Winfrey

Samhygð og tilfinningagreind skiptir miklu máli þar sem starfsgreinar sem krefjast þess ekki er flestar hægt að flytja úr landi. Að setja sig í spor annara hefur alltaf verið mikilvægur leiðtogahæfileiki en verður enn stærri þegar árin líða.

5. Leikur (Play)

“The opposite of play isn’t work. It’s depression” – Brian Sutton-Smith

Gleði og leikur eru eitthvað sem verður mikilvægara með tímanum og stærri hluti af vinnustöðum. Ef við berum saman þá staðreynd að árið 1940 var verksiðjustarfsmaður Ford rekinn fyrir að brosa eru nú vinnustaðir eins og Volvo og Glaxo sem hafa sett saman hláturklúbba fyrir starfsfólk. Það er þvæla að alvarlegt fólk sé ábyrgðarfyllra og segir Pink að sá sem hlær sé meira skapandi og afkastameiri. Fólk sem hlær saman getur unnið saman.

6. Merking (Meaning)

“We are not human beings on a spiritual path, but spiritual beings on a human path.” – Dr. Lauren Artress

Það að skapa merkingu virðist skipa stærri sess í okkar lífi og starfi með hverju ári. Meiri áhersla verður er á andlega hluti en veraldlega og aukning í jógasetrum og “grænum” vörum er hluti af því. Andlegir hlutir og hamingja eru nú, meira en nokkru sinni áður, að verða mikilvægari en nokkuð. Ef við höfum ekki merkingu höfum við ekki ástæðu fyrir að gera neitt og því þurfum við að hafa sem mest um líf og starf okkar að segja.

—-

Bókadómur:

Það sem kemur ekki nægilega vel fram að mínu mati er að fólk eigi að sjálfsögðu ekki að fara í nám eða starf sem þau vilja ekki vera í heldur að leita að því sem gerir þau ánægð. Svolítið eins og Sir Ken Robinson talar um í bók sinni ‘The Element – How finding your passion changes everyhing’. Ég tel samt að þeir hlutir sem hann nefnir séu mikilvægir og muni skipa enn stærri sess í lífi og starfi og þeir sem geta tileinkað sé þá vel standi betur að vígi.

Það er óhætt að segja að þessi bók er skemmtileg lesning hvort sem það er fyrir líf eða starf. Í lok hvers hluta eru settar fram hugmyndir svo lesandinn geti þjálfað hvern þátt. Bókin er skemmtileg, nokkuð einföld og auðlesin.

Ingvi Hrannar Ómarsson



Oprah talar við Daniel Pink um bókina (fyrri hluti)

Seinni hluti viðtalsins (viku seinna)

Daniel Pink graphic recording by Martha McGinnis

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

1 Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *