Litið til baka á hápunkta starfsársins 2019

Það er gott að staldra við þegar áramótin koma og fara yfir hvað var gott og hvað má betur fara. Eftir 5 ár í kennsluráðgjöf hjá Sveitarfélaginu Skagafirði tók ég mér ársleyfi í haust og flutti til Kaliforníu að læra Learning, Design & Technology við Stanford háskóla. Það hefur verið mjög gefandi reynsla sem ég mun skrifa betur um þegar ég loka þeim kafla um miðjan ágúst á þessu ári.

En þegar ég lít á 2019 þá var það ótrúlegt ár á svo margan hátt.

Þetta stendur uppúr á 2019 í vinnu hjá mér.

Utís mini námskeiðin 📱🤓💡👩🏼‍💻

Síðasta vetur hélt ég ‘Utís mini‘ námskeið fyrir aðeins 10-12 kennara í einu á Sauðárkróki.

Þetta var eitt af því skemmtilegasta sem ég gerði á árinu! Fámenn námskeið í alls konar vinnu þar sem við fórum djúpt í ákveðið efni og mynduðum ómentaleg tengsl. Hver veit nema að þetta verði endurtekið einhvern tímann!

Forritun með Sphero, iPad fyrir 4-10 ára, Breakout EDU, Bókmenntir og tækni, MakerSpace og námskeið um Sýndarveruleika í skólastarfi voru á meðal þess sem við unnum með.

https://sites.google.com/view/utismini/heim

Að búa til 25 þætti af Menntavarpinu á árinu.

Að fá að setjast niður (eða hringja í) einhverja fremstu kennara og skólafólk á Íslandi og erlendis eru forréttindi sem ég þakka fyrir. Það að búa til hlaðvarpsþátt úr sumum af þeim samtölum er gjöf mín til þeirra sem vilja hlusta á þau samtöl.

 Podcasts: bit.ly/menntavarp
🎧Spotify: bit.ly/menntavarp_spotify

Að halda úti fréttabréfi 3-5x á ári.

Það er ánægjulegt að sjá að yfir 1.000 kennarar og skólafólk fá fréttabréfin mín og græða vonandi eitthvað á þeim. Þarna deili ég greinum, tístum, bókum og þáttum sem ég mæli með en einnig tilkynningum um það hvenær umsóknnir á Utís opna og eins upplýsingum um námskeið/vinnustofur sem ég held svo eitthvað sé nefnt.

Ef þú ert ekki á listanum getur þú skráð þig hér 👇

http://eepurl.com/dpojwH

Varúlfur til íslenskra kennara 🐺

Að hanna, spila og gefa 🐺 Varúlf til 🇮🇸íslenskra kennara var eitthvað sem mér fannst einkar skemmtilegt. Bæði vegna þess að ég hef gaman af því að spila það sjálfur með nemendum en einnig vegna þess að hönnun á þessu fannst mér koma vel út. Svo passar þetta svona vel inn í markmið Aðalnámskrár.

Ef þú hefur ekki prentað það út og spilað með nemendum (eða fjölskyldu) þá getur þú gert það hér

Vinnudagur með Apple og Epli í Reykjavík.

Í apríl hittust áhugasamir kennarar og var vinnudagur á Bryggjunni þar sem Björn Gunnlaugs, Álfhildur, Björgvin Ívar og Dögg Lára voru með kynningar ásamt mér.

Breakout EDU

Þegar við bjuggum til og keyrðum ný 🔐🔓🧠 BreakoutEDU verkefni með bæði 1-3.bekk í Vasrmahlíðarskóla og
og 7-10.bekk í Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi.

Alla Íslenska Breakout EDU leiki má finna hér 👉 http://bit.ly/breakoutedu_iceland

Stjörnufræði og tækni

Öll 🌠 stjörnufræðiverkefnin með tækni eins og SpheroEdu og Google Expedition. Þetta voru frábærar vikur svo ekki sé meira sagt.

🚀 Himingeimur og reikistjörnur  🌙 Tunglið og Tækni

Nýtt og einfaldara námsmat

Að taka námsmat á nýjan stað þeð innleiðingu Seesaw í Árskóla og svo hanna og keyra nýtt og miklu einfaldara námsmatskerfi í vor sem einfaldar alla vinnu kennara í námsmati.

Ég bloggaði um það hér og hafa 3 skólar nú þegar keypt þetta einfalda námsmat til þess að nýta með Google Classroom, Seesaw og/eða Mentor.

Einfalt og fljótlegt námsmat!

ADE institute í Hollandi 📱💻🤩🥰🇮🇸👨🏼‍💻👩🏼‍💻💡🎤🎼

Í lok júlí fór ég, ásamt Björgvini Ívari og Álfhildi Leifs., til Hollands. Ástæðan var Apple Distinguished Educator Institute þar sem nýr árgangur var tekinn inn og voru Bjöggi og Álfhildur í honum 💪💪.

Þetta var frábær upplifun eins og vanalega. Ég keppti í BattleMania þar sem kennarar sýna alls konar kennslutrix með iPad og Mac og þar komst ég í úrslitin sem var alveg geggjað!

Fyrirlestrar og vinnustofur um land allt (…og í Svíþjóð og Tælandi)

Ágúst á þessu ári hefur aldrei verið eins bókaður og á þessu ári og var frábært að ferðast um landið og halda fyrirlestra og vinnustofur fyrir skóla, fræðsluskrifstofur, Sveitarfélög og fleiri.

Að fara í 1:1 í 📱 iPad frá 3.bekk í Árskóla í haust

Þó ég hafi ekki verið á staðnum þegar það fór formlega af stað var það búið að vera í undirbúningi og draumur lengi… næst er það bara 1:1 frá 1.bekk (vonandi).

Þetta breytir ýmsu og nú eru nemendur frá 3-10.bekk með sitt eigið tæki auk þess að nemendur í 1-2.bekk deila tækjum (1 tæki á hverja 2 nemendur). Þar að auki eru allir starfsmenn með iPad og allir kennarar með MacBook þar að auki.

Vikunámskeið um hönnunarhugsun í Stanford (Design thinking)

Besta námskeið sem ég hef farið á var fyrsta vikan í Stanford þar sem ég var í Stanford d.school í viku frá morgni til kvölds á námskeiði sem heitir ‘Adventures in Design Thinking’. Í framhaldinu var ég fenginn af kennurum í næámskeiðinu til þess að koma þrisvar sinnum yfir önnina í aðra áfanga hjá þeim að bæði kynna og aðstoða.

Nú eftir áramót mun ég starfa að hluta í d.school og taka að mér verkefni þar sem hönnunarhugsun er notuð, enda er mekka hennar í Stanford þar sem David Kelley stofnaði d.school þar.

Vá hvað ég er spenntur fyrir framhaldinu. d.school í Stanford

Utís 2019

Að sjálfsögðu stendur Utís alltaf uppúr enda besti einstaki menntaviðburður ársins. Þvílíkur kraftur og orka í íslenskum kennurum. Utís 2020 verður 6.-7.nóvember og opnar á umsóknir þann 15.apríl 2020.

Heimasíða Utís 2019 – Myndir frá Utís 2019


Þetta voru hápunktar ársins og svo sannarlega margt um að vera.

Ég er spenntur að taka á móti þessu nýja ári, sem verður að 2/3 hlutum eytt í Bandaríkjunum að klára nám við Stanford.

Hvað framtíðin ber í skauti sér að því loknu er óljóst en það eitt er ljóst að ég er spenntur.

Takk fyrir að vera hluti af mínu ári. Utís 2020 verður á sínum stað og líklegt að annar viðburður bætist við sem verður tilkynnt um á næstunni.

Nú er það að horfa fram á næstu verkefni og tækifæri.

Fylgist endilega með á Twitter @IngviHrannar og @IngviOmarsson og á Instagram @IngviOmarsson

Ingvi Hrannar 😎

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *