Björgvin Ívar – Sprellifix og skapandi vinna

Podcast: Play in new window | Download
Subscribe: Apple Podcasts | RSS
Björgvin Ívar Guðbrandsson er fæddur árið 1973 og starfar sem verkefnastjóri við Langholtsskóla í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund 1993, B.Ed gráðu frá KHÍ 1996 og M.Sc gráðu í stafrænni miðlun frá Portsmouth University 2009. Auk þess stundaði hann nám í grafískri hönnun við IDEP Escuela de diseño í Barcelona, auk þess að ljúka grunnnámi í Kvikmyndaskóla Íslands á árdögum þess skóla. Björgvin hefur starfað í grunnskóla við kennslu, deildarstjórn og verkefnastjórn frá 1996 fyrir utan námshlé, lengst af við Langholtsskóla í Reykjavík. Á þeim tíma hefur hann komið að mörgum verkefnum og þróunarverkefnum sem tengjast innleiðingu á notkun fjölbreyttra stafrænna miðla í vinnu nemenda og samþættingu upplýsingatækni og annarra námsviða í skapandi verkefnavinnu og verkefnum sem tengjast námsmati. Einnig hefur hann tekið þátt vinnslu nýrrar námskrár, haldið fyrirlestra og námskeið fyrir starfandi kennara, kennt sem stundakennari á námskeiðum við KHÍ, HÍ og LHÍ, framleitt námsefni, skrifað bækur og starfað í hljómsveit. Björgvin er með APL vottunun frá Apple sem Apple Professional Learning Specialists.