Category: Skóli 21.aldarinnar

Að segja: „Þetta hefur alltaf verið svona” eru ekki gild rök fyrir því að við þurfum endilega að gera það svoleiðis áfram. Við þurfum betri rök en það. Oft þegar ég geng inn í grunnskóla í dag líður mér stundum eins og ég sé að fara aftur í tímann. Kennarar og skólastjórnendur um allt kand eru að gera ótrúlega hluti, en sumt sem enn er verið að gera og nota, þrátt fyrir mun nýjar lausnir, rannsóknir og hugmyndir, er ótrúlegt.
Kerfið sem við störfum í þarfnast ekki aðeins endurbóta heldur endurskoðunar frá grunni.
Ég hef tekið saman 21 atriði sem ættu að vera horfin og eru nú þegar úrelt í grunnskóla 21.aldarinnar og mun birta eitt á hverjum degi í 21 dag. Ég vona að eitthvað af þessu skapi líflegar umræður um skóla og menntamál, vekja athygli á því hve mörgu væri auðveldlega hægt að breyta og fá skólafólk um allt land til þess að íhuga starf sitt, starfsumhverfi og aðstæður.