Drive – Daniel Pink

Þennan mánuðinn náði ég loksins að lesa bókina Drive: The Surprising Truth About What Motivates Us eftir Daniel Pink.
Það er óhætt að segja að hún sé mjög góð fyrir stjórnendur fyrirtækja og stofnanna en einnig fólk sem vill verða betra í því sem það gerir, finna sína hillu í lífinu eða bara lesa skemmtilega og fræðandi bók um stjórnun og hvernig mest skapandi fyrirtækjum í heimi er stjórnað… fyrirtækjum eins og Google, 3M og IDEO.
Daniel Pink segir að það sé stórt bil á milli þess sem vísindin vita og fyrirtæki gera. Kerfið var sniðið með utanaðkomandi verðlaun eða refsingar í huga og þeirri hugmynd af ef þú verðlaunar færðu meira af þeirri hegðun og ef þú refsar færðu minna. Þannig er fyrirtækjum, starfsfólki og nemendum stjórnað. Þetta er rétt ef verkefnið felur í sé augljósa lausn og er einfalt í framkvæmd en um leið og verkefnið felur í sér vott af skapandi hugsun þá kom í ljós eftir ítrekaðar rannsóknir að hærri verðlaun (svokallaðir if-then motivators) framkölluðu lélegri frammistöðu. Þetta þýðir ekki að það eigi að borga lélegri laun, heldur þvert á móti. Pink segir að það eigi að borga fólki góð laun þannig að það geti einbeitt sér að vinnunni, þ.e. ef vinnan felur í sér að viðkomandi starfsmaður þurfi að koma með skapandi lausnir og hugmyndir.
Ég ætla aðeins að stikla á stóru í umfjölluninni þennan mánuðinn því myndbandið hér að neðan lýsir bókinni og kjarna hennar betur á 10 mínútum en mér mun takast með 10.000 orðum í viðbót. Eina sem ég get sagt er að hún er vel þess virði.
Ingvi Hrannar Ómarsson
Í lok bókarinnar nefnir Daniel Pink 15 bækur sem hann hvetur áhugasama að lesa í framhaldinu. Ég tók þær saman og má finna titlana hér að neðan:
1 Comment