Tengslaráðstefna Erasmus+ í Kaupmannahöfn – Nóvember 2015

Í lok nóvember fékk ég það tækifæri að taka þátt í tengslaráðstefnu Erasmus+ sem bar heitið ‘The Challenge of Teaching Entrepreneurship’. Ráðstefnan hófst seint á þriðjudegi með kynningu frá þátttökuþjóðunum og standandi kvöldverði.

Við Íslendingarnir kynntum íslenskan mat og landið okkar ásamt því að kynnast réttum og menningu annarra þjóða.

 

 

Á miðvikudeginum hófst svo fjörið. Markmið ráðstefnunnar var að búa til Erasmus+ umsóknir og tengsl skóla og kennara um alla Evrópu. Um morguninn kynnti Andrés Pétursson okkur fyrir umsóknarferlinu og þar á eftir komu starfsmenn frá Danska frumkvöðlasetrinu og kynntu fyrir okkur grunnhugmyndir frumkvöðlafræða.

 

Eftir hádegið var svo ‘team building activities’ til þess að hjálpa okkur að kynna hugmyndir okkar sem og kynnast hugmyndum annarra. Þetta var gert til þess að búa til teymi sem ynnu svo saman á fimmtudeginum.

 

Fyrir ráðstefnuna vorum við 3 (Ísland, Svíþjóð og Þýskaland) sem vorum búnir að heyrast í gegnum Twitter og ákveða að vinna saman að verkefni tengdu ‘Entrepreneurial skills’ og þegar við hittumst ákváðum við að útgangspunkturinn yrði verkefni sem ég talaði fyrir eða svokallað ‘Genius Hour’.

Á fimmtudeginum fenguð við svo heilan dag til þess að vinna saman, skipuleggja verkefnið og fara að huga að umsókn. VIð hópinn okkar bættist svo Norsk kona sem vinnur fyrir Sveitarfélag í Noregi. Úr varð grunnhugmynd að mjög áhugaverðu verkefni sem við ætlum að sækja um og vonast til að nái hljómgrunn innan Erasmus+ dómnefndarinnar. Hvort sem hún gerir það eða ekki er ég staðráðinn í að vinna með Genius Hour í þeim skólum sem ég starfa við, en það væri frábært ef við bættust 3 skólar í Evrópu sem væru að vinna á svipuðum nótum. Á föstudeginum kynntu hóparnir svo sínar hugmyndir fyrir öðrum og loks var flogið heim á leið eftir góða dvöl.

 

 

Fleiri tíst frá ráðstefnunni má finna undir umræðumerkinu #ErasmusCph á Twitter.

Ingvi Hrannar, kennsluráðgjafi og verkefnastjóri í UT og skólaþróun.

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *