Fjarkennsla í Seesaw – Útfærsla á einfaldari yfirsýn fyrir foreldra, kennara og nemendur

Á þessum miklu óvissutímum er nauðsylegt að skólar setji sér skýra og einfalda stefnu í því hvernig fjarnámi er hagað. Það minnkar stress og álag, einfaldara fyrir kennara og foreldra að vita hvernig hlutir eru gerðir en ekki hvert stig/bekkur að gera hlutina eftir sínu höfði. Það er mjög erfitt fyrir kennara að hafa litla yfirsýn yfir álag í öðrum greinum og skil komi á marga staði. Fyrir nemendur getur það reynst gott að sjá allt skipulag dagsins/vikunnar á einum stað en það er það einnig fyrir foreldra þessara barna.

Þeir grunnskólar sem eru með Seesaw (rafrænar ferilmöppur) geta sett upp leið sem einfaldar kennurum, foreldrum og nemendum að fylgjast með námi barnsins/barnanna og nemendur fá og skila verkefnum á einn stað.

ATH. að þeir skólar/einstaka kennarar sem eru ekki með Seesaw geta gert flest allt það sem ég legg til í þessari færslu á fríum aðgangi. Ekkert í þessari færslu er kostað á neinn hátt, þetta er einungis hugmynd að útfærslu til að einfalda kennurum, foreldrum og nemendum lífið í fjarkennslu.

Allt á einum stað fyrir kennara, foreldra og nemendur

Ég legg til að skóla búi til nýjan bekk í Seesaw fyrir hvern einasta árgang sem heitir ‘Fjarkennsla – x.bekkur’ og skólinn bæti öllum kennurum sem koma að þeim árgangi í þann hóp. Það gefur einfalda yfirsýn ef til fjarkennslu kemur heldur en margir ólíkir hópar. Það er eðlilegt að hafa marga hópa/bekki í venjulegu skólastarfi (t.d. Íslenska 4.b., Stærðfræði 4.b., Myndlist 4.b. og svo fr.v.) en fyrir fjarkennslu er gott að einfalda það.

Hver kennari setur svo inn sitt/sín verkefni þá vikuna/þann daginn (Kennarar halda utan um skipulag í gegnum sameiginlegt Google Docs skjal með öllum kennurum árgangsins til þess að hafa góða yfirsýn).

Þannig fara öll heimaverkefni í sama Seesaw bekkinn fyrir árganginn og kennarar hafa betri yfirsýn yfir verkefni vikunnar, einfaldara fyrir kennara að sjá álag á nemendur, yfirsýn yfir öll verkefnaskil á einum stað. Nemendur hafa þannig einn stað að finna verkefni vikuna/dagsins og foreldrar þurfa bara að smella á Seesaw Class í iPadinum/tölvunni og velja ljósaperum (Activities) í byrjun viku/dags til að sjá öll verkefni sem liggja fyrir.

Stutt myndband um skipulagið í fjarkennslu á Seesaw

Fjölbreytt verkefnaskil fyrir nemendur á öllum aldri

Stóri kosturinn við Seesaw framyfir annað er einfaldleikinn í notkun. Nemendur geta skilað verkefnum með því að taka mynd af teikningu, upptöku af tilraun, ritgerð úr Google Docs, kynningu úr Google Slides, hlekk á heimasíðu, skjámynd af frétt sem þau lesa yfir og endursegja, skriflegu verkefni ‘note’ svo eitthvað sé nefnt.

 

Kennarar geta sett inn leiðbeiningar, myndbönd og fleira til að útskýra verkefni fyrir nemendum og foreldrum. Séu kennarar að nota verkfæri eins og Google Classroom til að leggja fyrir verkefni, þá halda þeir því áfram en búa til samsvarandi ‘skilahólf’ í Seesaw sem heitir ‘sama nafni og verkefnið í Classroom + skil’… t.d. ‘Kynning á Benjamín Dúfu – Skil’. Í verkefnalýsingu á Seesaw segja þeir einfaldlega að verkefnið sé að finna í Google Classroom en skil á því fari í Seesaw.

Þetta einfaldar alla yfirsýn fyrir umsjónarkennara, nemendur og foreldra. Seesaw virkar á öllum tækjum (iPad, símum, fartölvum og borðtölvum) og er því tilvalið fyrir hvers kyns heimili því það er ekki háð ákveðinni tegund af tæki. Ég tel spjaldtölvur vera besta tækið vegna þess hve meðfærilegt það er í upptöku og ljósmyndun en fartölvur virkar líka vel.

Uppsetning og námskeið í Seesaw

Seesaw er frábært tól í almennu skólastarfi en er þar að auki sniðið fyrir fjarkennslu.

Nokkrir skólar hafa haft samband og vilja fara af stað í Seesaw með allan skólann sinn eftir páskafrí og hef ég verið með námskeið fyrir kennara í gegnum Zoom og aðstoðað tölvuumsjónarmenn í uppsetningu á kennurum, nemendum og bekkjum. Ef skólinn þinn hefur áhuga á tveggja tíma námskeiði um Seesaw fyrir kennarana (hvort sem þið eruð ný eða vön Seesaw) eða aðstoð í uppsetningu, hafið samband á ingviomarsson@gmail.com.

Ingvi Hrannar

——-

Myndband um það hvernig nemandi finnur (og vinnur) verkefni í þessu skipulagi í Seesaw:

Hér má sjá dæmi um Fjarkennslubekk í Seesaw.

Þetta ferli einfaldar líka vinnuna fyrir foreldra því þau geta fylgjast með öllu því sem barnið þeirra skilar í gegnum ‘Seesaw Family’ appið.

Dæmi um verkefni 1.viku sem kennarar geta haft uppsett og klár:

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

1 Comment
  • Mig langar svo að vita hvort skólinn manns þarf að hafa aðgang að Seesaw til að maður geti sent nemanda prufuverkefni til útlanda? Langar að prófa og sjá hvernig þetta reynist áður en skólinn fjárfestir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *