Flipgrid – ef þú vilt efla tjáningu og tal, umræður og skoðanaskipti, framburð eða framkomu

 

Ef þú, sem kennari, vilt efla tjáningu og tal, umræður og skoðanaskipti, framburð eða framkomu hjá nemendum þínum er FlipGrid ótrúlega einföld og flott leið til þess.

Aðalnámskrá grunnskóla gerir ráð fyrir tjáningu og tali í nær öllu námi, hvort sem það er íslenska, lífsleikni, stæðrfræði (svara orðadæmum) eða erlend tungumál svo eitthvað sé nefnt.

Flipgrid er tilvalið app í það!

Hægt er að stofna frían aðgang en þá fær kennari 1 Grid og endalaus umræðuefni (e.Topic) undir því. Hægt er að velja á milli max.15sek svars eða 1,5 mínútna frá svarendum á fríum aðgangi.

Ef ykkur líst vel á getið þið prófað FlipGrid Classroom í 45 daga með því að slá inn kóðann: IngviOmarsson

Nemendur geta skilað inn myndböndum sem þau eiga á iPad (eins og myndbönd frá Apple Clips eða iMovie) eða tekið upp myndband beint á Flipgrid appið.

Flipgrid appið er aðeins ætlað þeim sem skila inn myndböndum (eins og nemendur gera) en kennari notar aðganginn sinn á neti í gegnum admin.flipgrid.com.

Hér fyrir neðan er Flipgrid sem þið getið prófað að setja inn, rétt eins og nemendur. Ég fæ þetta til mín og svara ykkur.

Þið getið skannað þetta í Flipgrid appinu ykkar í síma/spjaldtölvu til þess að komast í umræðuefnið og geta skilað… þá sjáið þið þetta líka eins og nemendur ykkar munu gera.

eða sett inn kóðann: 4c3939

Ég bendi ykkur svo á að ný viðbót er Co-Pilots en þar geta kennarar deilt Grid-i ef þeir eru að kenna bekk/hóp saman. http://blog.flipgrid.com/news/copilots

Njótið vel.

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *