Fyrsta formlega #menntaspjall fer af stað á morgun klukkan 11.00 – Taktu þátt!

Þann 15.desember s.l. hittust nokkrir kennarar á Twitter til þess að hefja þá vegferð að tengja skólafólk um allt land, með umræðum og vangaveltum í gegnum samskiptavefinn Twitter (www.twitter.com) og einstaklingsmiða endurmenntun (http://ingvihrannar.com/einstaklingsmidud-endurmenntun/) með því að deila hugmyndum um kennslufræði og skólastarf. Slíkar umræður á Twitter eru vel þekktar og vinsælar á síðasta ári meðal skólafólks í Bandaríkjunum m.a. undir umræðumerkjunum #edchat, #satchat, #edtechchat, #tlap og fleiri.
Mótunarspjallið þann 15.desember 2013 má lesa hér.
Í framhaldi af þessum fyrstu umræðum var ákveðið að fyrsta formlega #menntaspjall á Íslandi hæfist 12.janúar á nýju ári og yrði fastur liður annan hvern sunnudag á samskiptavefnum Twitter klukkan 11.00. Spjallinu er ætlað að vera umræðuvettvangur fyrir áhugafólk um skólamál á Íslandi um hin ýmsu málefni. Skipulagt spjall stendur í um klukkustund en greinar, myndir, vangaveltur, spurningar og hugmyndir má þó setja inn í umræðuna hvenær sem er.
Í upphafi nýs árs hófst kosning um fyrsta umræðuefnið á vefsíðunni http://ingvihrannar.com/menntaspjall/ og efst í kosningu þessarar viku var ‘Tækni í Skólastarfi’. Af því tilefni verður Ragnar Þór Pétursson gestastjórnandi að þessu sinni, stýrir umræðum og varpar fram spurningum til þátttakenda þessa klukkustund frá klukkan 11.00.
Allir sem hafa aðgang að tölvu og nettengingu geta tekið þátt klukkan 11.00 í fyrramálið í þessu fyrsta formlega spjalli um menntamál með því að hafa Twitter aðgang (leiðbeiningar hér neðst) og skrifa #menntaspjall í leitarstikuna efst.
Hér má sjá stutt myndband þar sem #menntaspjall er útskýrt:
Sameinumst í að auka umræðu um menntamál samhliða því að kynnast samstarfsfólki um allt land sem hefur ótrúlegar hugmyndir og aðferðir sem eru jafnvel ólíkar þínum eigin eða þess sem er að gerast innan þíns skóla.
Látið boðið ganga og s(k)jáumst á morgun.
Ingvi Hrannar Ómarsson (Meðstjórnandi), kennari – www.ingvihrannar.com
Follow @ingvihrannar
Follow @IngviOmarsson
Tryggvi Thayer (Meðstjórnandi), verkefnisstjóri MenntaMiðju – www.menntamidja.is
Follow @tryggvithayer
Ragnar Þór Pétursson (Gestastjórnandi) – www.maurildi.blogspot.com
Follow @maurildi
—
Nánar um #menntaspjall með því að smella hér.
Hér má finna lista um Menntafólk á Twitter.
Við bendum á eftirfarandi myndbönd/greinar fyrir þá sem vilja kynna sér málefnið ‘tækni í skólastarfi’ betur fyrir (eða eftir) #menntaspjall sunndagsins 12.janúar.
Innlent:
Eru nýir kennsluhættir afturhvarf til miðalda? – Harpa Hreinsdóttir: http://harpa.blogg.is/2013-01-09/eru-nyir-kennsluhaettir-afturhvarf-til-midalda/
Upplýsingatækni kennarans – Forsendur og afleiðingar – Ragnar Þór Pétursson: http://maurildi.blogspot.com/2012/01/upplysingatkni-kennarans-4-forsendur-og.html#.UtFbemRdVPI
Upplýsingatækni kennarans – Fámennir skólar – Ragnar Þór Pétursson: http://maurildi.blogspot.com/2012/01/upplysingatkni-kennarans-5-famennir.html#.UtFa-GRdVPI
Erlent:
Learning Without Technology – Tom Whitby: http://tomwhitby.wordpress.com/2014/01/04/learning-without-technology/
My Kids Are Illiterate. Mosts Likely, Yours Are Too – Will Richardsson: http://www.huffingtonpost.com/will-richardson/my-kids-are-illiterate-mo_b_750177.html
PISA: iPad pupils perform worse than their peers – DR.dk: http://www.dr.dk/Nyheder/Indland/2013/12/03/172036.htm
Myndbönd:
The Future of Learning: Networked Society – Ericson: http://www.youtube.com/watch?v=quYDkuD4dMU
How is technology transforming education – Sir Ken Robinson: http://www.youtube.com/watch?v=UYk91jzv1jg