#menntaspjall um hlutverk kennarans við skólaþróun (8.maí 2016)


Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér).
Í #menntaspjalli 8.maí ætlum við að ræða um hvert hlutverk kennarans sé við skólaþróun?

Mörgum virðist sem svo að kennarar hafi verið jaðarsettir í stefnumótun á undanförnum árum. Þetta má sjá af t.d. orðræðunni sjálfri (kennarar eru núorðið einfaldlega starfsmenn) og einnig í lagasetningu (t.d. hefur kennarafundur ekki lengur formlegt ákvörðunarvald um t.d. skóladagatal). Fljótt á litið virðist sem þessi jaðarsetning komi ofan frá – en af hve miklu leyti má rekja hana til innviða skólastarfsins? Sýna kennarar nægt frumkvæði þegar kemur að mótun menntastefnu?

Gestastjórnendur eru þátttakendur í námskeiðinu Fræðileg vinnubrögð 2 á Menntavísindasviði HÍ

Spurningar:

  1. Hvert er hlutverk kennara við skólaþróun?
  2. Hvernig eiga kennarar að nýta svigrúmið í skólakerfinu fyrir skólaþróun?
  3. Hvernig á að samræma starfsþróun kennara skólakerfinu til heilla?
  4. Hvert er samspil skólaþróunar almennt og starfsþróunar kennara?
  5. Hvernig má styrkja tengsl menntarannsókna við hefðbundið skólastarf?
  6. Að hve miklu leyti stjórnast skólastarf af námsmati?

 

Skjáumst á sunnudaginn 8.maí kl.11.00 á Twitter,

Ingvi Hrannar, Tryggvi og námshópurinn

 

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *