#menntaspjall um hlutverk kennarans við skólaþróun (8.maí 2016)

Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér).
Í #menntaspjalli 8.maí ætlum við að ræða um hvert hlutverk kennarans sé við skólaþróun?
Mörgum virðist sem svo að kennarar hafi verið jaðarsettir í stefnumótun á undanförnum árum. Þetta má sjá af t.d. orðræðunni sjálfri (kennarar eru núorðið einfaldlega starfsmenn) og einnig í lagasetningu (t.d. hefur kennarafundur ekki lengur formlegt ákvörðunarvald um t.d. skóladagatal). Fljótt á litið virðist sem þessi jaðarsetning komi ofan frá – en af hve miklu leyti má rekja hana til innviða skólastarfsins? Sýna kennarar nægt frumkvæði þegar kemur að mótun menntastefnu?
Gestastjórnendur eru þátttakendur í námskeiðinu Fræðileg vinnubrögð 2 á Menntavísindasviði HÍ
Spurningar:
- Hvert er hlutverk kennara við skólaþróun?
- Hvernig eiga kennarar að nýta svigrúmið í skólakerfinu fyrir skólaþróun?
- Hvernig á að samræma starfsþróun kennara skólakerfinu til heilla?
- Hvert er samspil skólaþróunar almennt og starfsþróunar kennara?
- Hvernig má styrkja tengsl menntarannsókna við hefðbundið skólastarf?
- Að hve miklu leyti stjórnast skólastarf af námsmati?
Skjáumst á sunnudaginn 8.maí kl.11.00 á Twitter,
Ingvi Hrannar, Tryggvi og námshópurinn