Hugmyndir að verkefnum í fjarkennslu – grunnskóli

Þar sem mér finnst ekki einungis nóg að benda kennurum bara á eitthvað “app” sem verkfæri sem þeir geti notað (margir hverjir í fyrsta skipti) ef skólar loki, tel ég miklu gagnlegra að við setjum saman heilann hugmyndabanka yfir verkefni (með eða án tækni) sem nemendur geta unnið.

Þetta á svo sannarlega að nýtast okkur núna en líka í framtíðinni.

Ég bjó til skjal sem við setjum inn tillögur að verkefnum hvert fyrir annað.

Þetta þurfa ekki að vera fullkláruð verkefni heldur kannski bara hugmynd. Þú mátt líka setja inn verkefni og hlekk á verkefnið (view-only) fyrir aðra að nota en það er ekki nauðsynlegt. Endilega skelltu inn einni hugmynd fyrir okkur.

Hvort sem skólum verður lokað tímabundið eða ekki tel ég tilvalið að við söfnum saman nokkrum verkefnum á einn stað hvert fyrir annað. Á Íslandi eru einhverjir flottustu kennarar í heimi! Við eigum að hjálpast að núna og setja hugmyndir okkar saman.

Endilega hendið inn einni hugmynd. Saman vinnum við betur!

Ingvi Hrannar

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *