It’s A Jungle In There

Það er vel við hæfi að bók mánaðarins í maí sé eftir frumkvöðul sem fer sínar eigin leiðir. Bókin heitir ‘It’s A Jungle In There’ og er eftir Steven Schussler, stofnanda þema-veitingarstaðanna ‘Rainforest Café’. Eftir hundruðir fyrirlestra um frumkvöðlafræði um allan heim ákvað Steven að setja saman bók byggða á þeim. Ég keypti bókina sumarið 2011 þegar ég var staddur á Rainforest Café í Illinois í USA og greip hana með mér áður en ég hafði sjálfur hugsað um að læra frumkvöðlafræði sem ég er nú að útskrifast í við Háskólann í Lundi í Svíþjóð.
Áður en við höldum lengra tel ég rétt að skilgreina orðið frumkvöðull en deilur hafa verið um skilgreininguna um áraraðir. Ég tel frumkvöðull vera einhvern sem finnur og nýtir sér ný tækifæri sem aðrir hafa ekki nýtt sér. Frumkvöðlar taka áhættu og búa oft til mikið úr litlu. Þeir eru lausnamiðaðir, hugmyndaríkir og skapandi.
Bókinni er skipt í 5 meginhluta (P-in 5, Personality, Product, Persistance, People, Philanthropy) en hver hluti inniheldur 6-9 kafla (alls 28 kaflar). Ég ætla að fara yfir atriðin sem stóðu uppúr fyrir mig. Þar sem ég las hana á meðan ég var í frumkvöðlafræðinámi hafði bókin góð áhrif á mig og fannst mér hún skemmtileg og auðlesin. “Expert Entrepreneurs” eru vanalega góðir að segja sögur og er óhætt að segja að það eigi við um Steven því bókin er skemmtileg til aflestrar og er sett upp líkt og fyrirlestur með nokkrum sögum og raunverulegum dæmum úr hans lífi. Ég mæli með henni fyrir alla þá sem vilja hugsa öðruvísi, eru skapandi og/eða hafa hug á að feta frumkvöðlabraut í einhverju fagi.
1. Peronality
The role of Risk-taking in Entrepreneurial success
“Only those who risk going too far can possibly find out how far one can go.” -T.S.Eliot
The Importance Of Passion
Til þess að ná langt þurfum við að hafa ástríðu fyrir því sem við gerum. Án hennar getum við náð ákveðið langt en svo verðum við þreytt og hrædd við að mistakast.
Ástríða er vél velgengninnar. Það er ástríða sem drífur þig áfram en það sem hún gerir sem er enn kraftmeira er að hún tekur aðra með þér. Fólk smitast af þinni ástríðu fyrir verkefninu og hrífst með. Ástríðan gefur huga þínum og líkama kraft. Þeir sem hafa ekki ástríðu fyrir því sem þau gera kvarta oft í þeim sem hafa ástríðuna því þau “vinna of mikið”, “eiga ekki líf” eða “taka því aldrei rólega”. Fólkið sem hefur ekki ástríðu fyrir vinnunni sinni skilur ekki að þegar þú ert á réttum stað að gera rétta hlutinn líður þér ekki eins og þú sért að vinna heldur á réttum stað, þú ert lifandi á hverjum degi og elskar það sem þú gerir. Það eru ekki bara sumar- og helgarfríin sem veita þér ánægju heldur ertu líka lifandi frá 8-17, alla virka daga. Lífið er einfaldlega of stutt til þess að líða illa í vinnunni þinni, sama hvað þú færð borgað.
“The most powerful weapon on earth is the human should on fire”. -Ferdinand Foch
“Follow your passion, and passion will follow you” -Arthur Buddhold
Þannig verða góðar hugmyndir til og þú átt ekki að afsaka þig fyrir að lifa lífinu innilega og af öllu hjarta.
Ambition: Taking Your Passion Public
Til þess að eiga möguleika á að eitthvað verði úr hugmyndinni þinni þarftu að deila henni með öðrum. Þú þarft ekki að vera hrædd/-ur um að þau steli henni því í fyrsta lagi hefur fólk annað að gera en að stela hugmyndum þínum og í öðru lagi þá gerir þú lítið úr fólki sem þú treystir ef þú hvorki treystir þeim til að segja þér hvað þeim finnst og ef þú heldur að þau sé það hugmyndasnauð að geta ekki fengið sínar eigin humyndir.
Deildu hugmyndunum þínum því annars er 100% að ekkert verður úr þeim.
I Dream … Therefore I Can
Frumkvöðlar láta sig dreyma og finna hluti sem öðrum hafði ekki dottið í hug. Þeir eru framtíðarmiðaðir og sjá hvernig hlutir geta orðið. Þeir framkvæma oft hið óhugsanlega og þú ættir að spyrja þig: Ef ég vissi að ég gæti ekki mistekist, hvað myndi ég gera? Þegar þú hefur fundið það skaltu eltast við það
You’ve Learned Your ABCs Now Practice Your CBAs
Ekki vera hrædd/-ur við að dreyma stórt. Kjarni frumkvöðuls er nýsköpun og breytingar og að breyta núverandi stöðu. Fæstar manneskjur geta þetta og þess vegna eru ekki allir frumkvöðlar, og þess vegna eru fáir góðir frumkvöðlar. Stöðugleiki og að þekkja aðstæðurnar er það sem flestir kjósa en slíkt þekkja sannir frumkvöðlar ekki. Þeir brejast fyrir breytingum og mæta oft gríðarlegum öflum sem rísa upp gegn öllum breytingum. Að geta staðið gegn slíku kreft mikillar trúar á sjálfum sér og trú á því að það sem þú ert að gera sé rétt, jafnvel þó það ruggi einhverjum bátum.
2. Product
Be Excellent Or Be Gone
“There Are No Shortcuts To Any Place Worth Going” – Anonymous
Til þess að ná lengst þarftu að gera þitt besta, jafnvel þó þú komist upp með að gera minna. Það sem þú gerir endurspeglar þig og af hverju ættir þú að vilja sýna af þér meðalmennsku.
“The Noblest Search Is The Search For Excellence”.
Always Be on the Lookout for Your Next Big Thing
Þú þarft alltaf að vera vakandi fyrir umhverfinu til þess að bæta það á einhvern hátt. Um það snýst frumkvöðlafræði, að finna þörf sem ekki er verið að uppfylla og fylla þá þörf. Einfalt.
Research and Development: Learn iI If You Want To Earn It.
Frumkvöðlar setja oftast alltof lítinn tíma í það að rannsaka markaðinn og vörurnar. Margir vilja ekki setja pening í það og ætla þess í stað að framleiða vöruna fyrst en fara svo og prófa hana. Það kostar hins vegar miklu meira því oft býrðu til vöru sem enginn þarf.
Make Improvements – Before and After
Að flýta sér hægt er lykilorð í mörgum verkefnum. Þau þurfa, eins og góð vín, að eldast og þroskast áður en þau eru tilbúin.
On Marketing: Customers Won’t Buy What They Don’t Know Exists.
Það er ekki nóg að búa til vöruna því þú þarft að kynna hana fyrir fólki.
Don’t Be Afraid To Develop Strategic Partnerships
Það er mikilvægt að vinna með fólki og oft getið þið grætt meira saman en þið getið í sitt hvoru lagi… mundu það.
Marketing Yourself to Market Your Product
Þú átt að markaðssetja þig, bæði hvernig þú kemur fram, klæðir þig, hvernig þú hagar þér á netinu. Eitt af því mikilvægasta er að eiga gott nafnspjald sem stendur út. Það er það sem situr eftir þegar þú ert farinn frá fjárfestinum eða hugsanlegum samstarfsmönnum. Komdu vel fram við aðra, það skiptir öllu.
3. Persistance
Persist and Prevail
“A diamond is a lump of coal that stuck with it” -Anonymous
Okkur mistekst af því að við gefumst upp of auðveldlega.
Learn from Failure, Graduate to Success
Alvöru frumkvöðlar fara nýjar leiðir, taka áhættur og gera verkefni sem enginn annar hefur reynt við. Með því eru stór tækifæri á því að ná langt en líka að mistakast. Við þurfum að samþykkja mistök sem eðlilegan hluta af ferlinu. En við lærum ekki af mistökum heldur með því að skoða hvað fór úrskeiðis, hvers vegna og hvað við ætlum að gera næst. Vertu ánægð/-ur ef þér mistekst eitthvað því þá veistu allavega að þú ert að læra, þroskast og prófa eitthvað nýtt.
4.People
Have A Caring Attitude Towards All Living Things
Láttu þér þykja vænt um aðra og sýndu þeim það. Fólk verður jákvæðara í þinn garð ef það veit að þér er annt um það; þau vilja umgangast þig, vera vinir þínir og/eða stunda viðskipti við þig.
Make People Feel Special
“Pretend that every single person you meet has a sign around his or her neck that says: ‘Make Me Feel Important.’ Not only will you succeed in sales, you will succeed in life.” -Mary Kay Ash
Þú þarft að rannsaka fólk, og bakgrunn þeirra. Ef þú þekkir þau og jafnvel fjölskyldu þeirra með nafni er það miklu betra og skapar dýpra samband.
Help Others Achieve Their Goals
“Successful people are always looking for opportunities to help others. Unsuccessful people are always asking, ‘What’s in it for me?’”. -Brian Tracy
Managing Perception for Maximum Impact
Þegar vel gengur skaltu passa þig á að monta þig við aðra, sérstaklega hve mikla peninga þú átt.
Create Positive Press
Þegar fréttamenn hafa samband skaltu svara strax. Þau eru að vinna undir tímapressu (þú ábyggilega líka) en svaraðu þeim strax. Góð heimasíða er einnig mikilvæg því þar eiga að vera upplýsingar sem leyfa fólki að hjálpa sér sjálft. Þið spara allir tíma á því.
5. Philanthropy
Entrepreneurial Social Responsibility
Frumkvöðlar bera ábyrgð að gera það sem er rétt og það mun skila sér til lengri tíma. Steven rak veitingarstað um 1970 þar sem ökumaður kvöldsins fyrir hvern hóp fékk óáfenga drykki frítt allt kvöldið og gat þá keyrt vini sína örugglega heim um kvöldið. Þetta varð til þess að fleiri komu inn og það var alltaf einhver tilbúinn að keyra. Þetta vakti mikla jákvæða athygli og allir voru glaðir.
The Importance of Entrepreneurial Philanthropy
“If you want to lift yourself up, lift someone else up” -B.T.Washington
Margar rannsóknir hafa sýnt að það að sinna sjálfboðavinnu reglulega eykur bæði lífslíkur og gleði. Sönn ánægja felst í að hjálpa öðrum. Að sjálfsögðu verður þú að sjá um þig fyrst, þegar þú hefur gert það getur þú hugsað um aðra. Rétt eins og þú setur súrefnisgrímuna fyrst á þig áður en þú aðstoðar aðra.
———
Í heild fannst mér bókin vera skemmtileg og uppfull af hugmyndum og innblæstri. Hún er skrifuð eins og 28 stuttir fyrirlestrar og tilvalin á náttborðið eða til að grípa í í kaffitímanum. Ég hafði mun meira gaman af henni en ég hélt.
Ég mæli með henni fyrir þá sem hugsa sér að stofna fyrirtæki eða bara eltast við draumana sína.
Ingvi Hrannar Ómarsson
Frumkvöðull og Grunnskólakennari.