#menntaspjall um ‘karla í kennslu’ sunnudaginn 20.sept. kl.11-12


Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér).
Í #menntaspjall sunnudaginn, 10. maí, kl. 11-12, verður rætt um samstarf atvinnulífs og skóla.

Kynjahlutföll í kennslustörfum á Íslandi eru ójöfn, körlum í óhag. Karlar eru um 1% af leikskólakennurum og þeim hefur fækkað á öðrum skólastigum síðustu ár. Hvað veldur og hvað er hægt að gera? Eru einhverjir sérstakir þröskuldar sem karlar í kennslu þurfa að yfirstíga frekar en konur? Hver er ímynd karlkennara í samfélaginu?

Í #menntaspjalli sunnudaginn, 20.september, kl. 11-12, verður rætt um karla í kennslu. Gestastjórnandi að þessu sinni er Egill Óskarsson, leikskólakennari með M.A. gráðu í menntavísindum. Egill er varaformaður 2. svæðisdeildar Félags leikskólakennara og meðlimur í SKÁL, Samráðshópi karlkennara á leikskólastigi. Á twitter er hann @Egillo

Kjóstu hér að neðan um þær spurningar sem þú vilt að verði spurðar. Efstu 5 á sunnudagsmorguninn verða lagðar fyrir (þú mátt kjósa eins margar og þú vilt).

survey solution

Skjáumst á sunnudaginn.

 

Ingvi Hrannar, Tryggvi og Egill

 

 

 

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *