#menntaspjall 22.febrúar um ‘Tækifæri og hindranir teymiskennslu’

Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér). Sunnudaginn 22.febrúar, kl. 11-12, verður #menntaspjall um ‘Tækifæri og hindranir Teymiskennslu’. Gestastjórnandi er Jóhanna Þorvaldsdóttir, kennari í teymiskennsluskólanum Árskóla á Sauðárkróki. Teymiskennsla hefur notið vaxandi vinsælda í íslenskum skólum undanfarin ár en þar deila tveir eða fleiri kennarar ábyrgð fyrir hópi nemenda og sinna kennslu. Fjölmargir íslenskir skólar hafa innleitt teymiskennslu en leiðirnar eru margar og ólíkar. Við viljum heyra ykkar upplifun og tilfinningu fyrir slíkri vinnu og hvernig hún hefur áhrif á nám og kennslu í grunnskólum landsins. Spurningarnar sem verða lagðar til grundvallar eru:

  1. Hvað einkennir gott kennarateymi?
  2. Er teymiskennsla hindrun eða tækifæri fyrir kennara sem vill reyna nýjar kennsluaðferðir?
  3. Hvað ætti stjórnandi að hafa í huga þegar hann setur saman kennarateymi?
  4. Hvað græða nemendur á teymiskennslu?
  5. Hvernig má nýta teymiskennslu til að auðvelda einstaklingsmiðað nám?
Skjáumst næsta sunnudag. Ingvi Hrannar, Tryggvi og Jóhanna

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *