#menntaspjall um Aðgerðir gegn einelti í íslenskum skólum.

Þrátt fyrir mikla umræðu á undanförnum árum er einelti engu að síður raunverulegt vandamál í íslensku samfélagi og skólaumhverfi. Umræðan hefur aukist á undanförnum vikum í kjölfar heimildarmyndarinnar ‘Allt um einelti‘ sem birtist á vefnum einelti.com.

Áhugafólk um skólafólk hvaðanæva að af landinu hafa notað klukkustund, annan hvern sunnudag það sem af er árinu til þess að ræða um menntun og menntamál á örbloggvefnum Twitter og við hvetjum enn fleiri til þess að taka þátt. Umræðuefni #menntaspjall MenntaMiðju, sem fer fram  n.k. sunnudag, 9. mars, kl. 11.00, er Aðgerðir gegn einelti í íslenskum skólum og er gestastjórnandi Ingileif Ástvaldsdóttir, skólastjóri Þelamerkurskóla í Hörgársveit.

Þátttakendur eru hvattir til að lesa í gegnum spurningarnar hér að neðan og undirbúa jafnvel svörin fyrir ígrunduð svör og svo þátttakendur fái meira tíma í að lesa, skoða og svara því sem aðrir segja.

Spurt verður (en ekki er víst að allar spurningar komist að á þessum klukkutíma):

1. Er virk áætlun gegn einelti í skólanum þar sem þú starfar og hvernig er henni haldið við?

2. Hvernig er fræðslu til foreldra háttað og hvað mætti betur fara?

3. Hvernig er unnið gegn einelti í íþrótta- og æskulýðsstarfi í þínu skólahverfi/bæ?

4. Hvernig vinnum við gegn rafrænu einelti?

5. Hvert er að þínu mati hlutverk samfélagsins í að vinna gegn einelti meðal barna og ungmenna?

—-

Fyrir þá sem ekki hafa tekið þátt áður er hægt að kynna sér #menntaspjall með því að smella hér og þeir sem geta ekki tekið þátt á sunnudaginn 9.mars geta lesið sögu spjallsins um 30 mínútum eftir að spjallinu lýkur en slóðin verður sett á Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall.

Munið að setja S og númer spurningarinnar á undan svarinu og #menntaspjall á eftir en allar helstu upplýsingar um #menntaspjall má sjá í þessu 5 mínútna myndbandi.

sKjáumst á Sunnudaginn og látið boðið ganga.

Ingvi Hrannar Ómarsson, Tryggvi Thayer og Ingileif Ástvaldsdóttir.

—–

Ítarefni til undirbúnings:

1. Við bendum á ritið Ábyrgð og aðgerðir: Niðurstöður þverfræðilegrar rannsóknar á einelti meðal barna á Íslandi, sem var sent til allra grunnskóla á landinu.

2. Allt Um Einelti er 90 mínútna löng fræðslumynd fyrir fullorðna, sem fjallar um einelti meðal grunnskólabarna út frá ýmsum hliðum og fer yfir nokkrar aðferðir til að draga úr því. Í myndinni er rætt við gerendur, þolendur og fagfólk ásamt því að skoðaðar eru ýmsar rannsóknir tengdar efninu. Gerð myndarinnar var meðal annars styrkt af Mannréttindaráði Reykjavíkur, hlaut Húmanistaviðurkenningu Siðmenntar 2012 og var tilnefnd til Foreldraverðlauna Landssamtaka Foreldra: Heimili og Skóli 2013. (Birt á YouTube 26.febrúar 2014)

3. Smellið hér til þess að lesa Niðurstöður þverfaglegar rannsóknar á einelti meðal barna á Íslandi.

Screen Shot 2014-03-07 at 12.38.46

 

Mynd fengin frá: http://psyca.files.wordpress.com/2011/05/bullying.jpg

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *