#menntaspjall um alþjóðlegt samstarf skólafólks (9.okt.2016)

Í #menntaspjalli sunnudaginn, 9. okt., kl. 11-12, ætlum við að ræða um alþjóðlegt samstarf skólafólks. Alþjóðlegt samstarf í skólastarfi hefur aukist mjög á undanförnum áratugum. Mestu munar líklega um Evrópusamstarf en íslenskt skólafólk hefur einnig átt í samstarfi við starfsfélaga í fjölda annarra löndum. Samstarfið tekur á sig margar myndir, s.s. samstarfsverkefni kennara, skólaheimsóknir milli landa, samstarfsverkefni nemenda og margt fleira. Hverju er þetta mikla samstarf að skila til íslenska skólasamfélagsins?
Spurningar sem lagðar verða til grundvallar:
1 Hver er ávinningur íslenska skólasamfélagsins af alþjóðlegu samstarfi?
2 Hverju hefur aukið alþjóðlegt samstarf breytt í íslensku skólasamfélagi?
3 Hvað er hægt að gera í kennarastarfinu til að hvetja til alþjóðlegs samstarfs?
4 Hvaða hindranir eru fyrir þátttöku í alþjóðlegu samstarfi?
5 Hvernig geta skólastjórar stutt við alþjóðlegt samstarf skóla?
6 Hvaða land eða þjóð viltu helst fara í samstarf við sem þú hefur ekki starfað með nú þegar?
Ingvi Hrannar og Tryggvi