#menntaspjall um áskoranir fyrir framtíð menntunar (22.jan.2017)

Í #menntaspjalli á sunnudag, 22. janúar, mun Jón Torfi Jónasson, prófessor við Menntavísindasvið HÍ, stýra umræðu um áskoranir í menntun með tilliti til framtíðarinnar og sérstaklega hvað þurfi, eða eigi, að kenna í skólum og hverju megi sleppa.

Gera þarf töluverðar breytingar í menntamálum til að takast á við tækni- og samfélagsþróun sem mun eiga sér stað á komandi árum. Meðal annars vakna spurningar um hvað skuli kenna í skólum til að undirbúa ungt fólk fyrir framtíðina? Ljóst þykir að breytingar á vinnumörkuðum og í samfélaginu muni krefjast annarrar hæfni og þekkingar en þá sem nútíma skólastarf byggist á. Hins vegar er minna ljóst hvaða hæfni og þekkingu þurfi helst. Þessi óvissa og aðhaldssemi í menntakerfinu gera erfitt um vik að gera þær breytingar sem þarf.

Þær spurningar sem lagðar verða til grundvallar:

  1. Hverju þarf að bæta við í kennslu í skólum og af hverju?
  2. Hverju má sleppa í kennslu í skólum og af hverju?
  3. Hvaða hindranir koma í veg fyrir nauðsynlegar breytingar í kennslu?
  4. Hvernig má draga úr þeirri óvissu sem framtíðin felur í sér?
  5. Hvert er helsta verkefni okkar næstu árin við að undirbúa nemendur fyrir framtíðina?

Skjáumst á sunnudaginn

Ingvi Hrannar, Tryggvi og Jón Torfi.

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

1 Comment
  • Er einhverstaðar hægt að sjá niðurstöður þessa menntaspjalls og svör við þessum miklivægu spurningum?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *