#menntaspjall um bókaútgáfu og lestur ungs fólks (26.mars 2017)

Á morgun, sunnudag 26. mars kl. 11-12 ætlar Andri Snær Magnason (@AndriMagnason) að stýra #menntaspjalli um bókaútgáfu og lestur ungs fólks.

Undanfarið hefur verið töluverð umræða um stöðu íslenskrar tungu í samfélaginu. Margir vilja meina að henni stafi ógn af örri tækniþróun. En það eru einnig vísbendingar um að framboð af unglinga- og barnabókum fari minnkandi. Fyrir síðustu jól birtist innsend grein á Vísi.is frá t, nemandi í 7. bekk, þar sem hann vekur athygli á mjög takmarkað framboð af unglingabókum í jólabókaflóði síðasta árs. Er nægilega vel stutt við unglinga- og barnabókahöfunda? Erum við að gera nóg til að rækta mála- og hugtakalegan þroska ungs fólks?

Spurningarnar sem lagðar verða fyrir þátttakendur verða:

1. Hvernig eru skólabókasöfnin í stakk búin að styðja við lestur og áhuga á lestri á öld upplýsinga og tækni?

2. Hvernig getum við virkjað skáld og rithöfunda í skólastarfi?

3. Hvernig getum við breytt tækniótta og tækjalosta í tækifæri til að efla lestur?

4. Hvernig má styðja betur við mála- og hugtakalegan þroska ungs fólks í ljósi takmarkaðs framboðs á unglinga- og barnabókum?

5. Hvað geta kennarar gert til að styðja betur við barnabókahöfunda?

Skjáumst á sunnudaginn 26.mars kl.11-12 á Twitter

Ingvi Hrannar (@IngviHrannar), Tryggvi (@TryggviThayer) og Andri Snær (@AndriMagnason)

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *