#menntaspjall um draumaskólann (17.janúar 2016)


Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér).

Í fyrsta #menntaspjalli ársins 2016 verður rætt um draumaskólann.

Hvaða skóli og námsskipuag hentar best til að takast á við áskoranir nútímans og framtíðarinnar? Hvaða áherslur vilja þátttakendur sjá í skólaþróun á næstu árum?

Verið með í #menntaspjalli og látið skoðun ykkar í ljós. Við hvetjum þá sem vanir eru þátttöku í #menntaspjalli til að hvetja nýliða til virkrar þátttöku. Hvernig væri að bjóða nokkrum vinnufélögum heim í morgunkaffi og sitja saman yfir #menntaspjalli?

Spurningarnar sem lagðar verða til grundvallar spjallinu verða:

1. Ef þú værir að byggja nýja skólabyggingu, hvað þyrfti að vera þar?

2. Hvernig er skólalóðin skipulögð?

3. Hvernig er tæknilegi veruleikinn/innviði í draumaskólanum?

4. Hvernig er draumaskólanum stjórnað?

5. Hvernig er vinnuumhverfi starfsfólks í draumaskólanum?

—-ef tími gefst til:

6. Á draumi hvers byggir draumaskólinn?

 

Skjáumst á sunnudaginn kl.11.00

Tryggvi og Ingvi Hrannar

 

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *