#menntaspjall um heimanám (14.febrúar 2016)


Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér).

Í #menntaspjallinu þessa helgina, sunnudaginn 14. febrúar, kl. 11-12, ætlum við að ræða um heimanám nemenda.

Skiptar skoðanir eru um heimanám og hefur verið deilt um ágæti þess, hversu mikið það eigi að vera og jafnvel hvert hlutverk þess á að vera yfirleitt. Margir, jafnvel flestir, velta lítið fyrir sér heimanámi og finnst það vera sjálfsagður partur af skólagöngunni. Aukin umræða um heimanám hefur hins vegar vakið upp áleitnar spurningar um ágæti þess, hversu mikið þyki hæfilegt og hlutverk þess í nútíma skólastarfi.

Í #menntaspjallinu um heimanám verður spurt:

1. Hvað er besta heimaverkefni sem þú hefur heyrt um?

2. Hver eru helstu námsmarkmið heimanáms?

3. Hver er stefna skóla þíns varðandi heimanám?

4. Hvers vegna eiga nemendur að vinna/vinna ekki heimanám?

5. Hvað þykir hæfilega mikið heimanám fyrir aldurshópa sem þið kennið (takið fram bekk/aldur/skólastig)?

6. Hvernig er tryggt að samræmi sé milli kennara svo heildarmagn heimanáms nemenda sé innan hæfilegra marka?

 

Skjáumst á sunnudaginn kl.11.00

Tryggvi og Ingvi Hrannar

 

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *