#menntaspjall um áhrif efnahagshrunsins á skólastarf (10.apríl 2016)

Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér).
Í #menntaspjalli sunnudaginn, 10. apríl, ætlum við að ræða um það hvort eftirhruns-skólinn sé tímabundið ástand eða nýr veruleiki skólasamfélagsins.
Gestastjórnendur verða Anna Kristín Sigurðardóttir og Arna H. Jónsdóttir, sem tóku þátt í rannsókninni.
Spurningar sem verða lagðar fyrir eru:
1. Hvernig mynduð þið lýsa eftir-hruns skólanum í hnotskurn?
2. Hverjar eru helstu langtímaafleiðingarnar eftir hrun?
3. Hvað hefur breyst í skólum til batnaðar síðustu 2 ár?
4. Hvernig sérðu framtíð skólasamfélags fyrir þér með tilliti til þeirra breytinga sem hafa orðið eftir hrun?
5. Hvernig hefði mátt bregðast við efnahagshruninu á annan hátt?
Skjáumst á sunnudaginn kl.11.00
Ingvi Hrannar, Tryggvi, Anna Kristín og Arna.