#menntaspjall um áhrif efnahagshrunsins á skólastarf (10.apríl 2016)


Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér).

Fyrir skömmu birtist grein á Netlu um rannsókn sem fimm fræðimenn: Steinunn Helga Lárusdóttir, Anna Kristín Sigurðardóttir, Arna H. Jónsdóttir, Börkur Hansen og Guðný Guðbjörnsdóttir, unnu á áhrifum efnahagshrunsins á skólastarf í Reykjavík (http://netla.hi.is/greinar/2015/ryn/004.pdf). Um niðurstöðurnar segja höfundar að efnahagshrunið olli ekki eiginlegri skólakreppu en ljóst engu að síður að áhrifin hafa verið töluverð. Einnig kemur fram að áhrif hafa verið mismikil eftir skólastigum.

Í #menntaspjalli sunnudaginn, 10. apríl, ætlum við að ræða um það hvort eftirhruns-skólinn sé tímabundið ástand eða nýr veruleiki skólasamfélagsins.

Gestastjórnendur verða Anna Kristín Sigurðardóttir og Arna H. Jónsdóttir, sem tóku þátt í rannsókninni.

Spurningar sem verða lagðar fyrir eru:

1. Hvernig mynduð þið lýsa eftir-hruns skólanum í hnotskurn?

2. Hverjar eru helstu langtímaafleiðingarnar eftir hrun?

3. Hvað hefur breyst í skólum til batnaðar síðustu 2 ár?

4. Hvernig sérðu framtíð skólasamfélags fyrir þér með tilliti til þeirra breytinga sem hafa orðið eftir hrun?

5. Hvernig hefði mátt bregðast við efnahagshruninu á annan hátt?

Skjáumst á sunnudaginn kl.11.00

Ingvi Hrannar, Tryggvi, Anna Kristín og Arna.

 

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *