#menntaspjall um læsi 21.09.14

Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér). Þátttakan hefur verið framar vonum og var verkefnið tilnefnt til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla s.l. vor. Sunnudaginn 21.september klukkan 11.00 snýst menntaspjallið um læsi. Umræða um læsi hefur verið nokkuð áberandi að undanförnu og oft kveður við fremur neikvæðan tón. Mikið er rætt um slakan árangur íslenskra ungmenna í nýlegri PISA könnun og þá sérstaklega drengja. Í nýútkominni Hvítbók mennta-og menningarmálaráðherra eru teknar saman tölulegar upplýsingar varðandi stöðu Íslands og  sett fram markmið sem miða að bættu læsi. Nú er þörf uppbyggjandi og gagnlegrar umræðu þar sem við drögum fram allt það jákvæða í samfélagi okkar og finnum í sameinngu leiðir til efla skólastarfið enn frekar. Gestastjórnendur #menntaspjall eru að þessu sinni þær Jenný Gunnbjörnsdóttir, Sólveig Zophoníasdóttir og Hólmfríður Árnadóttir sérfræðingar á Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og áhugamanneskjur um læsi. Nýlega stóð MSHA fyrir ráðstefnu tileinkaðri læsi og samskiptum til náms. Samantekt á myndum og tístum má sjá hér. Við höfum birt spurningar með nokkura daga fyrirvara til þess að hvetja þátttakendur til að lesa í gegnum spurningarnar og undirbúa jafnvel svörin svo þeir fái meira tíma í að lesa, skoða og svara því sem aðrir segja. Spurningarnar verða: 1. Hvað er læsi? 2. Hvernig má skapa námsumhverfi sem stuðlar að læsi og virkri þátttöku nemenda? 3. Hvaða áhrif hefur tæknin haft á læsi og lestur? 4. Hvernig er hægt að efla samvinnu milli skólastiga varðandi læsi? 5. Hvernig miðlum við nýrri fræðilegri og hagnýtri þekkingu á lestri og læsi til íslenskra kennara á skilvirkan hátt? Skjáumst á Sunnudaginn 21.september klukkan 11.00 á Twitter. Ingvi Hrannar, Tryggvi Thayer, Jenný Gunnbjörnsdóttir, Sólveig Zophoníasdóttir og Hólmfríður Árnadóttir.

— Hér eru einnig nokkrir áhugaverðir hlekkir fyrir þá sem vilja undirbúa sig vel fyrir spjallið: Myndband um  Byrjendalæsi: Slóð á íslensku https://www.youtube.com/watch?v=145lNe5nH-k  og ensku https://www.youtube.com/watch?v=A329I9O_6GE Vefsíða á ReadingRockets með t.d. hugmyndum um læsishvetjandi námsumhverfi sem leggur áherslu á virka þátttöku barna: http://www.readingrockets.org/article/literacy-rich-environments Halldóra Haraldsdóttir: Er samfella í læsiskennslu barna á mótum leik- og grunnskóla? http://netla.hi.is/greinar/2012/ryn/018.pdf How to create Nonreaders eftir Alfie Kohn: How to create nonreaders_Alfie Kohn A Matter of Attitude eftir John Gray a & Ros McLellan  A matter of attitude Reversing readicle eftir Kelly Gallagher Reversing readicideLjósmynd fengin af vef Barböru Bush

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *