#menntaspjall um námsmat (15.nóv. 2015)


Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér).

Í #menntaspjalli sunnudaginn, 15. nóv, verður rætt um nýtt fyrirkomulag námsmats og hvernig verið er að bregðast við því í skólum. Námsmat er mjög í deiglunni um þessar mundir – ekki síst í ljósi þeirrar miklu óvissu sem nú ríkir um hvernig staðið verður að brautskráningu úr 10. bekk nú í vor. Það gengur fjöllunum hærra að margir skólar séu nánast á byrjunarreit hvað varðar innleiðing nýja námsmatsins.

Spurningarnar sem lagðar verða til grundvallar eru:

  1. Hver er flottasta námsmatsaðferð sem þú hefur heyrt um?
  2. Hvernig notum við hæfniviðmið námskrárinnar sem grundvöll að nýju námsmati?
  3. Hvaða breytingar hefur nýja námsmatið í för með sér fyrir nemendur?
  4. Hvað hefði mátt gera öðruvísi til að greiða fyrir innleiðingu nýja námsmatsins?
  5. Hvernig ættu skólar að nýta sér svigrúmið sem þeir hafa til að setja matsviðmið fyrir 1-9 bekki?

Skjáumst á sunnudaginn kl.11.00

Tryggvi, Ingvi Hrannar og Ingvar

 

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *