#menntaspjall um netlæg verkfæri (29.nóvember 2015)


Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér).

Í #menntaspjalli sunnudaginn, 29. nóv, verður rætt um netlæg verkfæri sem hægt er, og verið er að, nýta í námi og kennslu á öllum skólastigum. Mikið framboð er af slíkum verkfærum sem hægt er að nýta til að ná fram markmiðum aðalnámskrár en hvernig velja kennarar slík verkfæri? Eru þessi verkfæri að auka einstaklingsmiðun og gæði náms og fleira?

Spurningarnar sem lagðar verða til grundvallar eru:

1.Hvernig fylgist þið með nýjum hugbúnaði sem getur nýst í námi og kennslu

2.Hvernig metið þið hugbúnað til nota í námi og kennslu?

3.Hvernig vekur tækni í námi áhuga nemenda?

4.Hvernig tækni stuðlar að einstaklingsmiðun í námi?

5.Hvert er uppáhalds netlæga verkfærið þitt í námi og af hverju?

Auka ef tími gefst: Hvernig kemur tæknin til móts við mismunandi námsþarfir nemenda?

Skjáumst á sunnudaginn kl.11.00

Tryggvi, Ingvi Hrannar, Helena og Margrét Þóra

 

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *