#menntaspjall um nýjustu tækni og vísindi – leikur að læra saman (26.feb.2017)

Nýlega fóru nokkrar konur í menntageiranum saman í bústaðaferð og höfðu með sér nýjustu tækin sín sem þeir höfðu sankað að sér, s.s. tölvur, snjalltæki og vélmenni. Markmið hópsins var að gefa sér tíma og rúm til leika sér með nýjustu tæknina og velta fyrir sér hvaða möguleg áhrif hún gæti haft á nám og kennslu.
Í þessu #menntaspjalli fáum við að halda áfram með umræðurnar sem hófust í bústaðnum í fylgd með fulltrúum hópsins. Gestastjórnendur eru Anna María Þorkelsdóttir, Hildur Rudolfsdóttir og Bjarndís Fjóla Jónsdóttir.
Spurningarnar verða
1. Hvaða tækni aðra en tölvur og snjalltæki er verið að nota í námi og kennslu?
2. Hvernig geta vélmenni, forritun og tæknidót ýtt undir breytta náms- og kennsluhætti?
3. Hvaða aðstöðu hefur fólk í skólum til að nota tækni til sköpunar (e.o. makerspaces eða tæknismiðjur)?
4. Hvenær fengu þið síðast tækifæri til að leika ykkur með tækni með nemendum ykkar?
5. Hvaða áherslur/þróun vil ég sjá varðandi notkun tækni á næstunni?
6. Hvað ætlið þið að gera til að greiða fyrir að [tæknibylting ykkar] nái fótfestu í skólastarfi?
Skjáumst á sunnudaginn kl.11.00 á Twitter
Anna María, Hildur, Bjarndís, Tryggvi og Ingvi Hrannar