#menntaspjall um Samfélagsmiðla í námi og kennslu 04.05.14

Næsta sunnudag, 4. maí, verður #menntaspjall um notkun samfélagsmiðla (e.Social media) í námi og kennslu. Samfélagsmiðlar eru margskonar og óíkir, allt frá Facebook til Titanpad og veltir skólafólk fyrir sér hvernig þá megi nýta í námi og kennslu. Á sunnudaginn munum við spjalla um möguleika, kosti og galla þeirra í skólastarfi.

Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt sér að hittast annan hvern sunnudag og ætlunin er að halda því áfram á örbloggvefnum Twitter og vonumst við eftir að sjá enn fleiri núna á sunnudaginn klukkan 11.00 undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér)

Gestastjórnandi #menntaspjall eru að þessu sinni  Svava Pétursdóttir (@SvavaP), verkefnastjóri Náttúrutorgs og nýdoktor við Menntavísindsvið. Svava sótti þjálfun á vegum Pestalozziáætlunarinnar um notkun samfélagsmiðla til lýðræðisþátttöku síðasta vetur, síðan hefur hún rætt við og unnið með kennarahópum sem áhuga hafa haft á miðlunum í skólastarfi.

Við höfum birt spurningar með dags fyrirvara til þess að hvetja þátttakendur til að lesa í gegnum spurningarnar og undirbúa jafnvel svörin svo þeir fái meira tíma í að lesa, skoða og svara því sem aðrir segja.

Spurningarnar verða:

  1. Hvernig skilur þú orðið samfélagsmiðill?
  2. Hvernig nýtir þú samfélagsmiðla í eigin þekkingarleit og símenntun?
  3. Hvernig má nota mismunandi samfélagsmiðla með nemendum til náms og samskipta? Hvernig eruð þið að nýta þá í  kennslu?
  4. Miðlun skólastarfsins útávið, samskipti við foreldra og samfélagið, hverjir eru möguleikarnir?
  5. Skil á milli einkalífs og vinnu á samfélagsmiðlum, hver er ykkar upplifun?

Ef tími vinnst til:

  • Hvaða umræða hefur átt sér stað í þínum skóla eða hvaða viðmið hafa verið sett varðandi samfélagmiðla, öryggi, persónuvernd, miðlun mynda og vinnu nemenda?
  • Hvaða kosti eða galla sjáið þið þegar bornir eru saman almennir samfélagsmiðlar (t.d. Facebook, Twitter, Pintrest) og sérhönnuð námumsjónarkerfi (t.d. Moodle)?

Skjáumst á Sunnudaginn 4.maí klukkan 11.00 á Twitter.

Ingvi Hrannar, Tryggvi Thayer og Svava

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *