#menntaspjall um samfélagsmiðla í námi, kennslu og starfsþróun skólafólks (18.sept. 2016)

Í fyrsta #menntaspjalli haustsins, sunnudaginn, 18. september, kl 11-12, ætlum við að ræða um samfélagsmiðla í námi, kennslu og starfsþróun skólafólks. Samfélagsmiðlar skipa í dag stóran sess í lífi fólks, aldna sem unga. Skiptar skoðanir eru þó um ágæti þeirra í námi og kennslu. Meðan sumir sjá í þeim óþrjótandi möguleika til upplýsingamiðlunar og samstarfs vilja aðrir stíga varlega til jarðar í notkun þeirra og benda á ókosti, t.d. neteinelti, truflandi áhrif, og fleira.
#menntaspjallið er að þessu sinni skipulagt af nemendum í námskeiði um samfélagsmiðla í námi, kennslu og starfsþróun við Menntavísindasvið HÍ. Fyrir hönd þeirra munu Snædís Bergmann og Lis Ruth Klörudóttir stýra spjallinu.
Spurningarnar sem verða lagðar fram eru:
1. Hverju hafa samfélagsmiðlar breytt í skólastarfi?
2. Hvernig geta samfélagsmiðlar nýst til að tengja skólastigin betur saman?
3. Hvernig er hægt að gera nemendur meðvitaða um réttindi sín og skyldur á samfélagsmiðlum?
4. Hvaða áhrif hafa samfélagsmiðlar haft á samskipti heimilis og skóla?
5. Hvernig geta samfélagsmiðlar gagnast kennurum í starfi?
Lokaspurning: Hver er framtíð samfélagsmiðla í skólastarfi?
Ingvi Hrannar, Tryggvi + Snædís Bergmann og Lis Ruth Klörudóttir (fyrir hönd nemenda í námskeiði um samfélagsmiðla í námi, kennslu og starfsþróun við Menntavísindasvið HÍ)