#menntaspjall um samræmd próf (12.mars 2017)

Í síðustu viku fóru fram samræmd próf í 9. og 10.bekk og skapaðist mikil umræða um framkvæmd og tilgang prófanna í kjölfarið. Í #menntaspjalli sunnudaginn 12.mars kl.11.00 ætlum við einmitt að ræða samræmd próf og heyra skoðanir og hugmyndir kennara og skólafólks á Íslandi.
Spurningarnar sem lagðar verða til grundvallar verða:
  1. Hvað myndi fyrirmyndar samræmda prófið mæla?
  2. Hvað er jákvætt við samræmd próf?
  3. Hvað er neikvætt við samræmd próf?
  4. Hverju breytir að hafa prófin rafræn?
  5. Hvernig væri menntun ef það væru engin samræmd próf?

Skjáumst á sunnudaginn.

Ingvi Hrannar og Tryggvi.

Ingvi Hrannar Ómarsson

My job is trying new 💩 & sharing success/failure Apple Distinguished Educator - Class of 2017 Google for Education Certified Innovator 🚀 Former Child | Lead learner | Educator | Design | Photography Based in 🇮🇸 Iceland Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *