#Menntaspjall 8.febrúar um Samskipti vettvangs og nema í menntunarfræðum


Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér).

Sunnudaginn 8. september, kl. 11-12, verður #menntaspjall um Samskipti vettvangs og nema í menntunarfræðum á Twitter. Gestastjórnendur eru Andri Rafn Ottesen, nemi í kennslufræði, og Sólveig Sigurðardóttir (@sollasig91), nemi í uppeldis- og menntunarfræðum.

Þegar niðurstöður TALIS könnunar OECD voru kynntar síðasta sumar skapaðist töluverð umræða um námsfyrirkomulag í menntunarfræðum og sér í lagi samskipti vettvangs við nema og nýútskrifaða. Niðurstöður TALIS sýndu að miklu skiptir að nemar séu vel undir það búnir að hefja störf, að þeir viti hvaða væntingar verða gerðar til þeirra og að hugað sé að því á vinnustöðum hvernig tekið er á móti nýútskrifuðu fólki.

Spurningarnar sem verða lagðar til grundvallar eru:

  1. Hvernig stuðlum við að aukinni þátttöku nema í starfsþróun meðan þeir eru enn í námi?
  2. Hvernig ætti að taka á móti nemum eða nýútskrifuðum á vettvangi?
  3. Hverjir eru helstu veikleikar í menntun fólks í menntunarfræðum?
  4. Hvað geta nemar gert meðan þeir eru í námi til að undirbúa sig sem best fyrir störf í menntageiranum?
  5. Hverjar eru helstu þekkingar- og hæfniþarfir menntageirans í dag?
  6. Hvað geta nemar gert til að skera sig úr hópnum í augum vinnuveitenda?

Skjáumst næsta sunnudag.

Ingvi Hrannar, Tryggvi, Sólveig og Andri Rafn


Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *