#menntaspjall um skólahúsnæði (8.jan.2017)

Kennurum og þeim sem starfa við skóla finnst þeir eða nemendur sjaldan verið kölluð til þegar hugað er að hönnun skólahúsnæðis jafnvel þó þau séu notendurnir .
Í #menntaspjalli á sunnudaginn ætlum við að kasta nokkrum hugmyndum á milli okkar hvernig við viljum byggja upp skólahúsinæði.
Gestastjórnandi er Sigurður Jesson í Vallaskóla.
Spurningarnar sem verðar lagðar til grundvallar eru:
Sp. 1. Hvað telur þú vera það mikilvægast þegar hugað er að hönnun og byggingu skólhúsnæðis.
Sp. 2. Hvernig væri hin fullkomna kennslustofa?
Sp. 3. Hvernig gætum við nýtt ganga og opin rými betur í skólum?
Sp. 4. Ef þú mættir hanna þína eigin „starfsmannaaðstöðu“ oft nefnd kaffistofa…. hvernig væri hún þá í megin dráttum?
Sp. 5. Þegar þú skoðar annan skóla en þann sem þú kennir við. Hvað er það sem horfir helst eftir þegar þú skoðar húsakostinn?
Auka ef tími gefst:
Sp. 6. Hvernig telur þú að tengsl útistofa við skólann sé best háttað?
Skjáumst á sunnudaginn 8.janúar kl.11.00, á Twitter.
Ingvi Hrannar, Tryggvi og Siggi.
Mynd: http://www.asiagreenbuildings.com/wp-content/uploads/2012/11/Binh-Duong-School-by-Vo-Trong-Nghia_2_784.jpg
Ég myndi mjög gjarnan vilja fá samantekt umræðunnar til mín (er ekki tíst ári) svo að við getum notað þær við hönnun komandi skólabygginga í Reykjavík og eins hitt til að bæta starfsaðstöðu kennaranna okkar í leik- og grunnskólum borgarinnar.