#menntaspjall um skörun skóla og viðskiptalífs (23.apríl 2017)

Á sunnudaginn 23. apríl kl. 11-12 fáum við Björn Gunnlaugsson, verkefnastjóra hjá Kópavogsbæ, í #menntaspjall til að ræða um skörun skólaþróunar og viðskiptalífs.
Tæknivæðing skólastarfs hefur í för með sér breytingar á það hvernig nám fer fram, á námsefnisgerð, miðlun og vörslu gagna og upplýsinga og þannig mætti áfram telja. Skólar standa frammi fyrir miklu úrvali tæknibúnaðar, tæknilausna, kennslukerfa og hugbúnaðar og oft eru ljón í veginum.
Þær spurningar sem lagðar verða til grundvallar eru:
Q1 Hver eru markmið alþjóðlegra stórfyrirtækja sem bjóða vörur sínar ódýrt eða ókeypis fyrir skóla?
Q2 Er einhver munur á milli t.d. Apple, Google og Microsoft að þessu leyti?
Q3 Hvaða áhrif hafa UT-deildir sveitarfélaga á val skóla um tæknibúnað og lausnir?
Q4 Hverjir eru kostir og gallar þess að eiga Ríkisútgáfu námsbóka?
Q5 Hvaða möguleika eiga íslensk fyrirtæki sem hafa áhuga á að bjóða tæknibúnað eða -lausnir, hugbúnað eða námsefni?
Skjáumst á sunudaginn.
Ingvi Hrannar, Tryggvi og Björn