#menntaspjall um stafræna borgaravitund (28.febrúar 2016)


Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér).

Í #menntaspjallinu þessa helgina, sunnudaginn 28. febrúar, kl. 11-12, ætlum við að ræða um stafræna borgaravitund.

Stafræn borgaravitund hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu og sitt sýnist hverjum. Myndatökur af kynfærum og kennurum, samfélagsmiðlar og ólöglegt niðurhal. Hvernig eiga skólar að takast á við þessi viðfangsefni? Þetta verður m.a. til umræðu á næsta #menntaspjalli á Twitter.

Í #menntaspjallinu verður spurt:

  1. Hvernig vinnur þinn skóli með stafræna borgaravitund eða segðu frá áhugaverðri nálgun?
  2. Eru kennarar í stakk búnir að kenna nemendum sínum stafræna borgaravitund?
  3. Eru foreldrar í stakk búnir að kenna börnum sínum stafræna borgaravitund?
  4. Nú eru nemendur yngri en 13 ára á samfélagsmiðlum. Hvernig á skólinn að taka á því?
  5. Fólk hefur mismunandi sýn á hvað höfundarréttur er. Hvernig eiga skólar að nálgast þessa heitu kartöflu?

Við biðjum þátttakendur að kynna sér m.a. þetta efni fyrir spjallið:

http://borgaravitund.com/

http://spjaldtolvur.kopavogur.is/leidbeiningar/

http://www.ruv.is/frett/kennarar-varnarlausir-gagnvart-simum-nemenda

https://globaldigitalcitizen.org/10-essential-questions-for-teaching-global-digital-citizenship

http://www.edudemic.com/teachers-guide-digital-citizenship/

http://schools.natlib.govt.nz/supporting-learners/digital-citizenship/digital-citizenship-schools

 

Skjáumst á sunnudaginn kl.11.00

Ingvi Hrannar, Tryggvi og Sigurður Haukur

 

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *