#menntaspjall um Vendikennslu (e.Flipped Classroom) 23.03.14

Næsta sunnudag, 23. mars, verður #menntaspjall um kennsluaðferðina “Vendikennslu” (e. Flipped Classroom). Nokkrir skólar eru byrjaði að fara þessa leið í og viljum við heyra hvað fólk er að gera í þessum málum sem og að fræða þá sem ekkert vita um hana, í leiðinni.

Þegar talað er um Vendikennslu er átti við þá leið að fyrirlesturinn sem kennari heldur upp á töflu, er þess í stað tekinn upp og nemendur geta horft á hann sem “heimanám”, og eiga þá betri aðgang að kennaranum í sjálfum tímanum. Hægt er að skoða góðar skýringar á fyrirbærinu inni á: http://www.keilir.net/is/keilir/speglud-kennsla

Að mörgu er að hyggja þegar farið er út í að nýta aðrar námsleiðir en vanalega og því mikilvægt að kennarar og aðrir áhugasamir eigi samræðu um þær leiðir sem hafa hugnast þeim best.

Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt sér að hittast annan hvern sunnudag og ætlunin er að halda því áfram á örbloggvefnum Twitter og vonumst við eftir að sjá enn fleiri núna á sunnudaginn klukkan 11.00 undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér)

Gestastjórnendur #menntaspjall eru að þessu sinni þær Dagbjört Lína Kristjánsdóttir, Hugrún Elísdóttir og Þorbjörg Guðmundsdóttir við Grunnskóla Grundarfjarðar. Þar hefur verið unnið að breyttum kennsluháttum um nokkurt skeið. Teknir voru inn 18 iPadar þar sem þeir voru nýttir sem viðbót við kennsluaðferðir kennara og speglaða kennsluhætti. Sjá nánar hér.

Við höfum birt spurningar með nokkura daga fyrirvara til þess að hvetja þátttakendur til að lesa í gegnum spurningarnar og undirbúa jafnvel svörin svo þeir fái meira tíma í að lesa, skoða og svara því sem aðrir segja.

Spurningarnar verða:

  1. Hvaða nafn er best: vendikennsla, spegluð kennsla, flippuð kennsla eða annað? (Kosning: http://www.easypolls.net/poll.html?p=532b0644e4b07c9e253b13d4)
  2. Hvaða kosti sérð þú við vendkikennslu?
  3. Hvaða gallar eru við að nemendur horfi á kennslustund heima en vinni svo heimavinnuna í skólanum?
  4. Værir þú tilbúin/-nn að setja efni þitt í vendikennslu á opinn vef? Af hverju/Af hverju ekki?
  5. Hvaða atriði er gott að hafa í huga fyrir fólk sem ætlar að fara út í speglaða kennslu? (Hugmyndir, öpp, tæknileg atriði…)

Skjáumst á Sunnudaginn 23.mars klukkan 11.00 á Twitter.

Ingvi Hrannar, Tryggvi Thayer, Þorbjörg, Dagbjört Lína og Hugrún.

Hér eru einnig nokkrir áhugaverðir linkar fyrir þá sem vilja undirbúa sig aukalega fyrir spjallið:

www.vendikennsla.is

www.ted.com/talks/salman_khan_let_s_use_video_to_reinvent_education

http://www.edudemic.com/tag/flipped-classroom/

http://elearningindustry.com/flipped-classroom-2012-infographic

http://tryggvi.blog.is/blog/tryggvi/entry/1296030/

Hugmyndasmiðurinn: http://jonbergmann.com

Kostir og gallar: http://www.weareteachers.com/community/blogs/weareteachersblog/blog-wat/2012/12/12/the-flipped-classroom-what-are-the-pros-and-cons-

Nýting nemenda/reynsla frá Svövu nýdoktor við MVS: http://www.slideshare.net/svavap/vendikennsla

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *