#menntaspjall um forritun í kennslu (11.des.2016)

Vaxandi mikilvægi tækniþekkingar í samfélaginu kallar á breytta kennsluhætti. Störf framtíðarinnar koma til með að byggja í meira mæli á stafrænu læsi og forritunarþekkingu. Í menntaspjalli næsta sunnudags ætlum við að ræða um hvers vegna og hvernig ætti að kenna forritun í grunnskólum. Gestastjórnandi er Álfhildur Leifsdóttir, kerfisfræðingur HR og grunnskólakennari við Árskóla á Sauðárkróki.
Spurningarnar sem verða lagðar til grundvallar verða:
- – Af hverju ættu skólar að kenna forritun?
- – Hvenær á að byrja á forritun?
- – Hver á að kenna forritun í skólum?
- – Hvað þurfa skólar til að sinna forritunarkennslu?
- – Hvernig er hægt að samþætta forritun við aðrar námsgreinar?
Skjáumst á sunnudaginn kl.11.00, á Twitter.
Ingvi Hrannar, Tryggvi og Álfhildur