#menntaspjall um forritun í kennslu (11.des.2016)

Vaxandi mikilvægi tækniþekkingar í samfélaginu kallar á breytta kennsluhætti. Störf framtíðarinnar koma til með að byggja í meira mæli á stafrænu læsi og forritunarþekkingu. Í menntaspjalli næsta sunnudags ætlum við að ræða um hvers vegna og hvernig ætti að kenna forritun í grunnskólum. Gestastjórnandi er Álfhildur Leifsdóttir, kerfisfræðingur HR og grunnskólakennari við Árskóla á Sauðárkróki.

 

Spurningarnar sem verða lagðar til grundvallar verða:

  1. – Af hverju ættu skólar að kenna forritun?
  2. – Hvenær á að byrja á forritun?
  3. – Hver á að kenna forritun í skólum?
  4. – Hvað þurfa skólar til að sinna forritunarkennslu?
  5. – Hvernig er hægt að samþætta forritun við aðrar námsgreinar?

Skjáumst á sunnudaginn kl.11.00, á Twitter.

Ingvi Hrannar, Tryggvi og Álfhildur

 

 

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *