Námsmatsyfirlit í einstaka verkefnum – Gjöf til kennara

Þeir kennarar sem ekki eru þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa t.d. Seesaw sem bæði skilamöppu og hæfnikort fyrir nemendur, þurfa að halda utan um einkunnir í einstaka verkefnum á einhvern annan hátt. Ég bjó því í raun til einfaldan, rafrænan kladda sem kennarar/teymi geta aðlagað að sér fyrir einkunnir í einstaka verkefnum yfir veturinn.

Þetta ætti að gefa kennurum fljóta yfirsýn yfir einkunnir í einstaka verkefnum hvort sem þeir færa það svo seinna inn í Mentor eða í Námsmatsskjalið sem ég hef verið að selja í nokkra skóla undanfarið og einfaldar það ferli að gera vitnisburðarblöð og halda utan um bæði feril og einkunnir nemenda.

Skjalið sem kennarar (með Google for Education) geta sótt er að finna hér að neðan, frítt:

Námsmatsyfirlit í einstaka verkefnum / fögum

Myndband til útskýringar:

Njótið vel. Ég mæli hins vegar klárlega með lausn eins og Seesaw til að halda utan um öll verkefni, en fyrir þá sem eru ekki komin þangað eða ekki með verkefni sem á að halda utan um í Seesaw er þessi rafræni, einfaldi, kladdi vonandi góð lausn.

Ingvi Hrannar

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *