Öpp ársins 2015

Þá er komið að árlegri bloggfærslu þar sem ég renni örsnöggt yfir mín uppáhalds öpp á árinu 2015. Þau eiga það öll sameiginlegt að ég nota þau í vinnunni, hvort sem það er fyrir mitt skipulag eða samskipti eða til þess að aðstoða nemendur eða kennara í sinni vinnu.

downloadadobe-voice-app

Adobe Slate + Adobe Voice

Frábær öpp frá Adobe. Slate gerir þér kleift að búa til töff heimaíður á einfaldan hátt og Voice leyfir þér að taka upp kynningar, auglýsingar eða stuttar útskýringar og setja það í myndband.

mac5_pre

Evernote

Ég held að ég hafi ekki gert svona lista án þess að Evernote hafi verið á honum enda er þetta það app sem ég nota mest. Á árinu 2015 fór ég yfir 1000 ‘nótur’ og geymi ég m.a. innkaupalista, uppskriftir, greinar, minnispunkta, fyrirlestra, hugmyndir og jólagjafalista svo eitthvað sé nefnt. Ómissandi.

pocket-iphone-app

Pocket

Þarna fer allt sem ég ætla að lesa, þarf að geyma en hef ekki tíma í núna. Ef ég rekst á myndband eða grein þá vista ég hana í Pocket og skoða við betra tækifæri. Ef það er þess virði að eiga og deila þá set ég það í Evernote, bloggið mitt og á Twitter.

origin_8477893426

Twitter

2015 var loksins árið þar sem Twitter tók fram úr facebook að mínu mati… Mér fannst það kristallast í fyrsta þætti af ‘Ófærð’ nú í lok desember þegar dóttir lögreglustjórans (leikinn af Ólafi Darra) sagði: „Nærðu morðingjanum áður en hann nær okkur?” Hann spyr: Hvernig veistu um allt þetta? Dóttirin: „Þetta er úti um allt á Twitter”

gettyimages-473860588

Periscope

Ég fór að senda út ‘live’ þegar ég og Beckham (hundurinn minn) vorum í göngutúrum. Ég segi vanalega frá Íslandi og ræði við fólk um allan heim. Periscope er app sem Twitter á og í raun er fylgjendum þínum tilkynnt að þú sért í beinni og geta sent inn skilaboð sem allir sjá. Sá sem sendir út getur ekki skrifað heldur aðeins svarað með orðum, kjósi hann það. Þetta er hrikalega áhugavert og mun ég halda áfram að kynna Ísland í gegnum appið.

blog-26

Nearpod

Á þessu ári hef ég unnið töluvert með Nearpod. Varð 1 af aðeins 4 Neapod PioNear utan USA og hef verið með nokkrar kynningar og fyrirlestra um möguleika Nearpod í námi og kennslu. Skemmtilegast var líklega þegar við settum stærðfræðipróf í Nearpod og var það búið að fara yfir prófið áður en nemendur komust að skila blaðinu inn til kennarans.

Paper-App-on-iPad-with-Pencil-Stylus-by-53

Paper

Eftir að ég fékk iPad Pro hefur Paper by53 verið eitt af skemmtilegustu öppunum. Það er hrikalega gaman að leika sér í því, teikna upp hugmyndir og vinna í listrænu hlið heilans. Með list lærum við ekki að teikna heldur við lærum að sjá. Mér finnst fátt eins slakandi og skemmtilegt eins og að teikna og með Paper og iPad Pro varð það fáránlega einfalt. Nú er bara að bíða eftir að kaupa sér Apple Pencil.

Slack

Slack

‘Hands down ‘besta vinnuapp 2015. Skilaboð, opnir og lokaðir hópar, greinar, myndbönd og faglegar umræður með fólki sem ég umgengst nær daglega. Slack er snilld og ég held að það verði bara ennþá meiri snilld 2016.

googlepage

Google Apps

Í raun einfaldaði Google-‘fjölskyldan’ mér endalaust þegar ég setti skráninguna á fótboltamótin tvö sem ég hélt utan um í sumar í gegnum Google Forms. Algjör snilld einnig fyrir okkur í skólastarfi. Ekki bara Docs, Slides og Sheets heldur Google Classroom með utanumhaldi en einnig Google Drive og ENDALAUST gagnamagn fyrir starfsmenn og nemendur… já, frítt 🙂

237f351eccfe6956f0c4199922ee9dc0

DocScan

Ég skanna inn allar kvittanir, reikninga, blöð sem ég þarf að eiga og fleira í þessu og vista beint á Dropbox/Google Drive. Það sem ég fór að nota nýlega var svo ‘OCR text recognition’ möguleikinn með Voice Dream appinu. Vá!

IMG_0109

Voice Dream

Android hafði aðeins eitt framyfir iOS þangað til í desember á þessu ári. Það var möguleikinn að láta lesa texta upp fyrir sig á íslensku. Voice Dream appið breytti því og er snilld! Hægt að lesa heimasíður, texta, taka myndir af blöðum í DocScan og senda inn og láta appið lesa… ótrúlega flott og einfalt. Þetta breytir heilmiklu fyrir kennara og nemendur okkar með lestrarörðugleika.

—–

Ingvi Hrannar,

frumkvöðull og verkefnisstjóri í UT og skólaþróun.

Twitter @IngviHrannar & @IngviOmarsson

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *