Öpp ársins 2018

Ég ætla að hafa þetta einfalt í ár.
Besti fídus ársins: AirDrop
Tæki ársins: AirPods
App ársins: Keynote
Font ársins: Neology Deco
Hér eru svo öpp ársins í 3 flokkum. Sköpun, nám og skipulag.
Snapseed
Þetta fría app frá Google er geggjað til þess að laga myndir og skerpa.
3 helstu tólin (tools): Healing, Tune Image og Details.
Kenynote
Hvað er ekki hægt að gera með Keynote? Þetta er svissneskur hnífur forrita hjá mér hvort sem það er auglýsing, glærukynningar, myndasamsetningar, verkefni með nemendum, kynning á forritun og svo margt fleira.
Procreate
Þetta er lang besta teikniforritið í iPad. Þetta er töluverð uppfærsla frá Paper (sem er samt gott app… bara einfaldara) þar sem hér eru komin ‘layer’ og alls konar möguleikar.
VoiceMemos
Frábært að fá þetta upptökuapp í iPad. Ég nota þetta heilmikið í göngutúrum til þess að taka upp pælingar en líka í viðtölum fyrir hlaðvarp. Einfalt og gott.
Apple Podcasts / Stitcher
Apple Podcasts er náttúrulega frábært og nota ég það en Stitcher er app sem virkar á öllum símtækjum óháð framleiðanda…. það er plús.
Calm
Frábært hugleiðsluapp sem er frítt til allra kennara. https://www.calm.com/schools
Wunderlist
Ég myndi ekki hafa hugmynd um hvað ég ætti að gera næst ef Wunderlist myndi ekki halda utan um alla lista, hugmyndir, myndir, verkefni og fleira. Brjálæðislega mikið betra en Evernote, sem ég notaði til þess áður.
Google Forms + Sheets
Það að geta búið til könnun/safnað svörum í gegnum Google Forms og fá það beint inn í skjal í Google Sheets er snilld. Ég held að það sé ekki annað orð yfir það. Án þessa tóls hefði árið verið mun flóknara 🙂
Gleðilegt nýtt ár.
Ingvi Hrannar