#menntaspjall 12.apríl um ‘Samstarf skólastiga’


Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér).

 

Í #menntaspjalli sunnudaginn, 12. apríl, kl. 11-12, verður rætt um samstarf og samskipti milli skólastiga. Gestastjórnandi er Fjóla Þorvaldsdóttir, varaformaður Félags leikskólakennara.

Ein helsta áhersla í nýrri Aðalnámskrá er að auka samskipti og samstarf innan og á milli skólastiga. Grunnhugsunin sem liggur þar að baki er að nám er samfellt ævilangt ferli sem nær frá vöggu til grafar. Því skiptir miklu máli að kennarar vinni saman að markvissri uppbyggingu menntakerfisins og miðli upplýsingum á milli svo að mismunandi skólastig geti komið til móts við þarfir nemenda.

Þær 5 spurningar sem verða lagðar til grundvallar þessa klukkustund eru:

1. Hvað er samstarf á milli skólastiga?

2. Hver er ávinningur fagfólks af aukinni þekkingu á öðrum skólastigum?

3. Hvað er hægt að gera til að kennarar kynnist betur skólastigum öðrum en þeim sem þeir starfa á?

4.Hvað hafið þið gert í þínum skóla í samstarfi á milli skólastiga?

5. Hvernig sérðu fyrir þér að samstarfið milli skólastiga muni breytst í náinni framtíð?

Skjáumst á sunnudaginn.

Ingvi Hrannar og Fjóla.


Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *