Sphero forritun fyrir lengra komna

Sphero forritunarvika
Heil vika í Aprílmánuði fór í það að taka á móti 2 starfsmönnum frá Sphero sem vildu kynna sér forritunarvinnu í Árskóla og í tilefni af því að ég var valinn sem 1 af 18 Sphero Heroes í heiminum, sem er þeirra æðsti hópur kennara í forritun á Sphero.
Verkefnin voru margbreytileg en ég var með 10 nemendur í 5.bekk í vikunni, 10 nemendur í 7.bekk og 9 nemendur í 8.bekk. Hér er brot af verkefnunum sem tengdust forritun, hönnun, verkfræði, samvinnu, tækni, vísindum, leiklist, myndlist og stærðfræði.
Ég get ekki skrifað allt hingað inn strax þar sem við bíðum nú eftir myndbandi frá heimsókn Sphero sem er væntanlegt á næstu mánuðum.
Að skrifa með Sphero + Long Exposure / Slow Shutter
Dans með Sphero
Nemendur forrituðu Sphero til þess að dansa í takt. Þarna er unnið með takt, samvinnu, samskipti, sköpun, útreikninga og gleði
Speglun í stærðfræði
Nemendur forrita 2 Sphero kúlur til þess að spegla leið hverrar annarar. Þarna vinna þau með forritun, röð aðgerða, samvinnu og form.
Tindastólsmerkið með 6 Sphero kúlum.
Þar sem Tindastóll voru að fara að spila í úrslitum í körfu um kvöldið þá var tilvalið að para saman 6 nemendur og 6 Sphero kúlur og forrita Tindastólsmerkið og taka ljósmynd í ‘Long Exposure’ eða ‘Slow Shutter’ appi.
Að forrita regnbogi með 1 Sphero kúlu.
Form með Sphero
Verkefni nemenda var að forrita form frá þríhyrningi að tíhyrning og taka mynd af forminu í Long Exposure / Slow Shutter appi á iPad/iPhone.
BattleBots
Eitt af verkefnunum sem við gerðum var ‘BattleBots’ þar sem nemendur fengu ‘Sphero Chariot‘, Lego, Blað, límband, grillpinna, nálar, lím og blöðru. Markmiðið: Að byggja öruggt bardagatæki með það að markmiði að sprengja blöðru annarra liða.
Markmið: Samvinna, hönnunarhugsun, að læra að keppa og þakka fyrir leik, verkfræði og að vinna með höndunum.
Sphero leikrit
Nemendur unnu 2-5 saman og völdu sér sögu sem þau lásu og skipulögðu. Síðan gerðu þau handrit, bjuggu til búninga, fundu bakgrunn í grænskjá og forrituðu Sphero kúlurnar til þess að færast í takt.
Hér að neðan má sjá stutt atriði úr Sphero-rauðhettu:
Leikstjórarnir þrír með aðalpersónurnar þrjár, Rauðhettu, úlfinn og ömmuna.
Bryan og Michael ánægðir eftir heimsóknina
Skemmtileg vika og nóg af verkefnum sem reyna á samskipti, samvinnu, skapandi hugsun, gagnrýna hugsun, forritun, verk- og stærðfræði.
Hafið samband ef eitthvað er.
Ég er á Twitter @IngviHrannar
Ingvi Hrannar Ómarsson
Sæll Ingvi
Ég heiti Ingvar Jónsson og er grunnskólakennari við Grunnskólann í Þorlákshöfn. Ég kenni stærðfræði, forritun, grafíska hönnun og er tölvuumsjónarmaður.
Ég er búinn að nota ýmsa hluti í forritunarkennslu síðustu árin m.a. codrone, arduino, microbit, dash og dot og scratch en einhverra hluta vegna hef ég ekki enn látið verða af því að kaupa Sphero. Ég fékk leyfi í dag til að kaupa 2 stk og fór að googla og þá fann ég þetta verkefni frá þér, sennilega gamalt frá Grunnskólanum á Sauðárkróki.
Mig langaði bara að spyrja þig hvort þú værir að nota sphero eða sphero mini? hvoru þú mældir með?
P.s. ég er búinn að sækja um á Útís ásamt nokkrum kennurum héðan úr skólanum, vona svo sannarlega að fá að taka þátt í því á næsta skólaári, það væri algjör draumur.