SVAN módelið við innleiðingu á tækni (SAMR model)

Síðan í byrjun árs 2011 hef ég verið að velta fyrir mér aukinni innleiðingu á tækni í skólastarfi og hvernig við getum nýtt hana til þess að breyta því sem við gerum bæði innan sem utan skólanna með þarfir samfélags og atvinnulífs á nýrri öld að leiðarljósi.

Margir skólar og kennarar eru að fikra sig áfram við aukna innleiðingu á tækni og sumir halda að hlutirnir breytist við það eitt að kaupa tækin. Málið er hins vegar svo að kaupin sjálf eru minnsta málið (þó útfærslur sé oftast mjög misheppnaðar og vanhugsaðar… en það er önnur færsla og langur fyrirlestur).

Það sem innleiðingin snýst um er kennslufræði og markmið skólastarfs… ekki öpp eða bara það eitt að kaupa tæki. Fyrir hverja ertu að kaupa þau og hvað ætlar þú að gera með þau?

Við innleiðingu er líka mikilvægt að kennari og skólastjórnendur hafi bæði þolinmæði og nokkuð sem Carol Dweck kallar ‘Growth mindset‘. Innleiðingin snýst nefnilega um það að kennari þori að prófa eitthvað nýtt, gera mistök og sé tilbúinn að læra af þeim.

Innleiðingin er vanalega ekki eitthvað sem gerist hratt og aldrei á einfaldan hátt. Til þess að fólk gæti áttað sig betur á skrefunum sem það tekur að breyta þróaði Dr. Ruben R Puentedura SAMR módelið. Því er skipt í 4 stig (Substiturion, Augmentation, Modification og Redefinition) en til þess að hjálpa íslenskum kennurum að skilja það betur þá ákvað ég (ásamt Erni Arnarsyni) að snara því yfir á íslensku.

SVAN_modelid

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *