Þriðja #menntaspjall um framtíð skóla

Þriðja #menntaspjall verður á sunnudaginn, 9. febrúar, kl. 11.00 á örbloggvefnum Twitter. Áhugafólk um skólafólk hvaðanæva að af landinu hafa notað klukkustund, annan hvern sunnudag það sem af er árinu til þess að ræða um menntun og menntamál og við hvetjum enn fleiri til þess að taka þátt.

Örar tæknilegar framfarir og breytingar hafa mikil áhrif á samfélagið og þrýstir á um breytingar í skólakerfinu. Þessi þrýstingur hefur orðið til þess að margir eru byrjaðir að huga alvarlega að skólakerfi framtíðarinnar, hvernig skólakerfið þarf, eða getur, breyst á næstu áratugum. Í #menntaspjall að þessu sinni ætlum við að ræða um framtíð skóla og menntunar. Stjórnandi er Tryggvi Thayer, verkefnisstjóri MenntaMiðju, sem hefur stúderað framtíðarfræði í tengslum við mótun skóla og menntunar í doktorsnámi sínu.

Í síðasta spjalli, þann 26.janúar ákváðum við að birta spurningarnar með nokkrum fyrirvara. Þetta reyndist ljómandi vel og gaf þátttakendum tækifæri á að undirbúa svör sín betur, finna jafnvel greinar og íhuga svör sín enn nánar.

Hérna eru spurningarnar fyrir næsta sunnudag, en ekki er þó víst að allar komist að:

  • Þátttakendur kynna sig
  • Q1: Hvar verður skóli framtíðarinnar?
  • Q2: Hver er kennari framtíðarinnar?
  • Q3: Hvernig erum við að skapa skóla framtíðarinnar í dag?
  • Q4: Hvaða tækni kemur til með að hafa mest áhrif á menntun á næstu 10 árum?
  • Q5: Hvert er brýnasta verkefni skólafólks í dag til að búa okkur undir framtíðina?
  • Q6: Hvað þurfa nemendur í dag að læra til að búa sig undir framtíðina?
  • Q7: Hvað þurfa kennarar í dag að læra til að búa sig undir framtíðina?

Þeir sem vilja kynna sér málið fyrir spjallið geta skoðað greinar á vef Tryggva, Education4site, og á eftirfarandi vefum:
Education futures
The future of education
The future of learning: New ways to learn new skills for future jobs

Ég hef einnig tekið saman nokkrar greinar tengdar skóla framtíðarinnar og birti hér á síðu minni og uppfæri reglulega: http://ingvihrannar.com/school-of-the-future/

Upplýsingar um #menntaspjall má finna hér og er það tilvalið fyrir byrjendur og hvetjum við ykkur til þess að ræða við samstarfsfólk og annað áhugafólk um menntamál og hvetja þau til þess að taka þátt.

SKjáumst á sunnudaginn kl.11.00 undir umræðumerkinu #menntaspjall á Twitter.

Ingvi Hrannar og Tryggvi Thayer.

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

1 Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *