Tíu tístarar

Í dag er föstudagur og á Twitter er til nokkuð sem kallast ‘Follow Friday’ eða #ff. Þá tísta notendur notendanöfnum hjá öðrum áhugaverðum tísturum til þess að vekja athygli á því sem þeir deila á þessum örbloggsvef.
Í dag ætla að ég að mæla með 5 íslensku tísturum og 5 erlendum sem eiga það öll sameiginlegt að tísta um málefni er tengjast menntun og menntamálum. Að sjálfsögðu get ég bent á miklu fleiri en ætla að halda mig við 10 í dag.
Ísland:
1.Margrét B. Arnardóttir (Náms-og starfsráðgjafi við Árskóla Sauðárkróki.)
-tístir m.a. um námsaðferðir barna og notkun tækni í skólastarfi.
Follow @margretba
2.Ingileif Ástvaldsdóttir (Skólastjóri Þelamerkurskóla í Hörgársveit)
-tístir m.a. um læsi barna, fréttir frá skólanum og gæði náms.
Follow @ingileif
Svava Pétursdóttir (Nýdoktor við Menntavísindasvið HÍ á sviði náttúrufræðimenntunar)
-tístir m.a. um nám 21.aldarinnar, upplýsingatækni og náttúrfræði.
Follow @svavap
Tryggvi Thayer (Verkefnisstjóri MenntaMiðju)
-tístir m.a. um framtíð tækni og menntunar, samvinnu og nýsköpun.
Follow @tryggvithayer
Katrín Fjóla Guðmundsdóttir (Deildarstjóri yngra stigs Dalvíkurskóla.)
-tístir m.a. um leiðtogahæfni, tækni og náms-og kennsluaðferðir.
Follow @katrnfjla
Útlönd:
1. Dr. Justin Tarte (Stjórnandi námsskrárgerðar og stuðningsþjónustu, St.Louis Missouri)
-með yfir 32.000 tíst er hægt að segja að hann tísti nær öllu tengdu menntun.
Follow @justintarte
2. Tom Whitby (Ritstjóri Menntahluta SmartBlog og Doktor í kennslufræðum, Long Island, New York)
-með yfir 54.000 tíst um menntun og menntamál en nánast öll góð. Heldur úti frábæru bloggi einnig.
Follow @tomwhitby
3. George Couros (Verkefnisstjóri nútímalegra kennsluhátta og tækni fyrir skólasvæði 70, Edmonton, Kanada)
-Skemmtilegar pælingar og humyndir um nútímalega kennsluhætti og notkun tækni í skólastarfi.
Follow @gcouros
4. Patrick Larkin (Aðstoðar-fræðslustjóri Burlington skólanna í Burlington, Massachusets)
-heilmikill fróðleikur um notkun tækni í skólastarfi og hvernig þau nýta sér það í námi og kennslu.
Follow @patrickmlarkin
5. Diane Ravitch (Prófessor við New York Háskóla og sérfræðingur um menntun og menntamál, Brooklyn, New York)
-tístir og skrifar heilmikið um stefnur í menntamálum, samræmd próf og menntun kennara.
Follow @dianeravitch
Þetta eru þeir sem ég bendi á í dag og líklega mun ég setja saman annan svona lista einhvern föstudag í framtíðinni til þess að benda á enn fleiri. Þetta eru þeir sem ég vildi vekja athygli á í dag og hafa verið hvað duglegastir að setja inn efni er varðar kennslufræði. Vonandi bætast margir við á næstu vikum og mánuðum sem deilir efni og skoðunum með okkur hinum. Það víkkar sýn okkar, gerir okkur kleift að skoða nýja hluti og fá ólík sjónarhorn.
Ingvi Hrannar Ómarsson, grunnskólakennari.
Follow @ingvihrannar (Tíst á Íslensku)
Follow @ingviomarsson (Tíst á Ensku)
Annað gagnlegt:
Hér má finna lista yfir alla þá Íslendinga (með áhuga á menntamálum) sem ég veit um á Twitter