#menntaspjall „úr öllum áttum” 26.apríl kl.11


Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér).

Í #menntaspjalli sunnudaginn, 26. apríl, kl. 11-12, verður rætt um allt á milli himis og jarðar. Við leituðum til ykkar um að senda okkur spurningu og stóð þá ekki á svörum. Hátt í 20 tillögur bárust og hér eru þær 5 sem við völdum að þessu sinni:

1. Hvernig aukum við áhrif nemenda á hvað og hvernig þeir læra?

2. Hvað verða mikilvægustu eiginleikar námsmanna framtíðarinnar með tilliti til námstækni og tækni?

3. Hvaða breytingar á hefðbundnu skólastarfi/kennslu sjáum við fyrir okkur á næstu 5 árum?

4. Ef skóli þinn fengi ótakmarkað fjármagn til að efla upplýsingatækni í skólastarfi og þú fengir að ráða, í hvað færi peningurinn?

5. Hvernig geta kennarar styrkt ímynd sína sem skapandi frumkvöðlar?

Skjáumst á sunnudaginn.

Ingvi Hrannar og Tryggvi


Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *