Utís 2020 og Utís RVK

Það er ljóst að bestu fréttir ársins koma snemma!!!

Vegna mikils áhuga er hugað að því að halda Utís RVK þann 4.nóvember 2020 á Grand Hótel.

Utís RVK verður ráðstefna þar sem áhersla er á fyrirlestra og kynningar um skólaþróun, upplýsingatækni og nýsköpun í menntamálum.

Utís 2020 verður áfram með áherslu á vinnustofur og djúpa vinnu og verður haldið 6-7.nóvember þó flestir komi á Krókinn að kvöldi 5.nóvember.

Tveir ólíkit viðburðir

Með þessu verða tveir viðburðir til þess að mæta þeim mikla áhuga sem sýndur er á Utís. Annars vegar verður Utís RVK þann 4.nóv. og hins vegar Utís 2020 á Sauðárkróki 6-7.nóv.

Utís RVK verður að mestu í fyrirlestraformi en þó með ýmsum verkefnum sem miða að því að efla tengslanet þátttakenda.

Áhersla Utís 2020 á Sauðárkróki breytist örlítið með þessu þar sem færri fyrirlestrar verða þar og lengri vinnustofur, meiri tími til þess að vinna saman og enn meiri ‘hands-on’ vinnu eins og áhersla hefur verið á.

Það er ekkert því til fyrirstöðu að fólk sem kemst að í gegnum umsóknarferlið á Utís 2020 skrái sig einnig á Utís RVK og fái þá að sjá fyrirlestra sem ekki verða á Utís 2020. Utís RVK er einnig tilvalið fyrir stjórnendur og kennara sem hafa ekki eða komast ekki á Utís og geta því fengið smjörþefinn af því sem fram fer þar.

Umsókn á annað (15.apríl), skráning á hitt (15.sept)

Umsóknir á Utís 2020 opna 15.apríl 2020 og eru 150 sæti í boði. Sú nýjung verður m.a. á Utís 2020 að þeir sem hafa sótt um 3x án þess að komast að fá forgang á Utís 2020.

Skráning á Utís RVK hefst 15.september 2020 og verður ‘fyrstur kemur, fyrstur fær’ en þó fá þeir skráningarhlekkinn fyrst sem sækja um á Utís 2020.

Heimasíðurnar eru opnar og skulið þið merkja bæði 15.apríl og 15.september í dagatalið þegar umsóknir/skræaningar opna og segja samstarfsfólki að gera slíkt hið sama! Síðan er bara næst að merkja 4.nóv og/eða 6-7.nóv í dagatalið!

Heimasíða Utís 2020

Heimasíða Utís RVK

Vúhú!

Ingvi Hrannar

 

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Currently @Stanford Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *