#menntaspjall um vinnumat 18.október 2015


Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér).

Í #menntaspjalli sunnudaginn, 18. október, kl. 11-12 verður rætt um vinnumat kennara. Þetta #menntaspjall er unnið í samstarfi við hóp nemenda í námskeiði um samfélagsmiðla og starfssamfélög í námi og starfi sem kennt er við Menntavísindasvið HÍ í samstarfi við Menntamiðju á haustmisseri, 2015. Nemendurnir verða gestastjórnendur en þau eru Sigríður Dröfn Jónsdóttir (@siggadrofn), Hafrún Ásta Hafsteinsdóttir (@HafrunAstaHafs), Sigurður Þ. Magnússon (@siggimagg) og María Ágústsdóttir (@Majabee13).

Mikil umræða hefur verið undanfarið um vinnumat kennara sem sagt er að eigi að stuðla að starfsþróun kennara og skólaþróun. Skiptar skoðanir eru um ágæti vinnumatsaðferða sem hafa verið kynntar og er sumstaðar verið að innleiða. Vilja sumir meina að vinnumatið byggist á hagræðingarsjónarmiðum sem munu á endanum veikja skólastarf fremur en hitt.

Spurningarnar eru:

1. Hverjir eru kostir og gallar þeirra vinnumatsaðferða sem hafa verið kynntar?

2. Hvernig tryggjum við áreiðanleika vinnumats?

3. Hvernig nýtum við vinnumat til að stuðla að starfsþróun kennara?

4. Hvernig nýtum við vinnumat til að styðja við nýsköpun í skólastarfi?

5. Hvaða áhrif hefur vinnumat á vinnubrögð kennara?

6. Hvað finnst þér mikilvægt að komi fram í vinnumati kennara?

Skjáumst á sunnudaginn kl.11.00

Tryggvi, Ingvi Hrannar, Sigríður, Hafrún, María og Sigurður.

 

Ingvi Hrannar Ómarsson

My job is trying new 💩 & sharing success/failure Apple Distinguished Educator - Class of 2017 Google for Education Certified Innovator 🚀 Former Child | Lead learner | Educator | Design | Photography Based in 🇮🇸 Iceland Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *