Zen atriði


Mér finnst yndislegt að vera í kringum fólk en þar fæ ég hugmyndir og innblástur. En það er annar hluti dagsins sem er mér ekki síður mikilvægur en það er tíminn þar sem ég er einn (eða með hundinum mínum) og er úti að ganga, hlaupa, hjóla, keyra eða heima að lesa.

Í miðri óreiðu og amstri dagsins er mikilvægast að eiga stað og búa til stund þar sem hægt er að komast frá því öllu, velta fyrir sér því sem gerst hefur og reyna að sjá heildamyndina.

Eftir heimsókn mína í Grunnskóla Húnaþings vestra í dag fékk ég innblástur um hvað sé mikilvægt. Sérstaklega var það samtal mitt við Pálínu F. Skúladóttur, jóga-og tónlistarkennara sem hjálpaði mér að kafa dýpra. Þegar ég keyrði aftur heim, á degi þar sem frost var úti, algjört logn, sólin lýsti upp daginn, eldgosamistur sveif yfir og Ásgeir Trausti hljómaði í útvarpinu (mikilvægt atriði) fór ég að velta fyrir mér þeim hlutum sem raunverulega skipta máli og mega ekki gleymast í amstri dagsins.

Eftir heimkomu settist ég niður og bjó til þetta veggspjald sem ég ætla að hengja upp í vinnunni og á ísskápinn heima. Ég ákvað að deila því hér í þeirri von að það myndi nýtast einhverjum öðrum einnig. Það væri frábært.

Ingvi Hrannar
Upphaflegu myndina fékk ég hér

Zen_atriði_ingvihannar

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

1 Comment
  • ég er einmitt að gera 90% af þessum zen atriðum þessa dagana, lifi hægt 🙂 mjög hægt î fríinu mînu

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *