Fjórða #menntaspjall um alþjóðlegt samstarf í íslenskum skólum

Fjórða #menntaspjall MenntaMiðju verður haldið næsta sunnudag, 23. febrúar, kl. 11.00 á örbloggvefnum Twitter. Áhugafólk um skólafólk hvaðanæva að af landinu hafa notað klukkustund, annan hvern sunnudag það sem af er árinu til þess að ræða um menntun og menntamál og við hvetjum enn fleiri til þess að taka þátt. Að þessu sinni verður rætt um alþjóðlegt samstarf í íslenskum skólum. Gestastjórnandi er Guðmundur Ingi Markússon, verkefnisstjóri á landskrifstofu eTwinning áætlunar ESB, sem er íslensku skólafólki að góðu kunn.
Þátttakendur eru hvattir til að undirbúa sig og væri sérstaklega gott að vísa á vefi alþjóðlegra verkefna sem íslenskt skólafólk hefur komið að.
Spurt verður (en ekki er víst að allar spurningar komist að á þessum klukkutíma):
1. Lýsið alþjóðlegum verkefnum tengdum skólastarfi sem þið hafið tekið þátt í.
2. Hvaða þýðingu hefur alþjóðlegt samstarf haft fyrir skóla þinn, þig persónulega, eða stofnun sem þú starfar við? En fyrir íslenskt skólastarf almennt?
3. Hvaða þýðingu hefur alþjóðlegt samstarf skóla fyrir nemendur í íslenskum skólum?
4. Hvaða hindranir eru fyrir því að skólafólk taki þátt í alþjóðlegu samstarfi?
5. Hvaða þekkingu/reynslu þarf skólafólk helst að búa yfir til að geta best nýtt alþjóðlegt samstarf?
6. Hvað mætti gera til að miðla betur reynslu einstakra íslenskra skóla/kennara af alþjóðlegu samstarfi?
7. Ef sett verður á fót “Alþjóðatorg” á MenntaMiðju, hver ættu helstu verkefni þess að vera?
—-
Fyrir þá sem ekki hafa tekið þátt áður er hægt að kynna sér #menntaspjall með því að smella hér og þeir sem geta ekki tekið þátt á sunnudaginn 23.febrúar geta lesið sögu spjallsins um 30 mínútum eftir að spjallinu lýkur en slóðin verður sett á twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall
sKjáumst á Sunnudaginn og látið boðið ganga.