#menntaspjall um foreldrasamstarf í skólum 19.október 2014

Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér).

Þátttakan hefur verið framar vonum og var verkefnið tilnefnt til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla s.l. vor.

Á sunnudaginn, 19. október, kl. 11-12 fer fram #menntaspjall á örbloggvefnum Twitter um foreldrasamstarf í skólum. Í grunnskólalögunum 1995 var foreldrasamstarf fest í sessi hér á landi. Með lögunum voru skólastjórar gerðir ábyrgir fyrir stofnun foreldraráðs, sem síðar var breytt í skólaráð með nýjum grunnskólalögum 2008, sem skyldi vera ráðgefandi um skólanámskrá og skólastarf. Síðan hefur orðið töluverð þróun í foreldrasamstarfi sem hefur stóraukið samskipti og samstarf skóla og foreldra. Fjöldi rannsókna hafa sýnt að gott samstarf skóla og foreldra skiptir sköpum fyrir vellíðan og árangur nemenda í skóla. Í þessu #menntaspjalli verður rætt um foreldrasamstarf og hvernig byggja megi á þeim góða grunni sem hefur skapast.

Gestastjórnandi er Sólveig Karlsdóttir, verkefnisstjóri hjá Heimili og skóla, landssamtaka foreldra.

Spurningarnar sem verða lagðar fyrir þátttakendur eru:
1. Hvernig geta foreldrar lagt sitt að mörkum í þróun skólastarfs?
2. Hvaða áhrif hafa skólaráðin haft á stefnumótun og starfsemi innan skóla?
3. Hvernig er best að virkja foreldra til þátttöku í skólastarfi?
4. Hver er afstaða skólafólks til aðkomu foreldra að skólastarfi?
5. Hvernig getum við fengið foreldra til að vera samstíga?

Skjáumst á Sunnudaginn 5.október klukkan 11.00 á Twitter.

Ingvi Hrannar, Tryggvi Thayer og Sólveig


Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *