#menntaspjall 16.nóvember um dag íslenskrar tungu

Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér).

Þátttakan hefur verið framar vonum og var verkefnið tilnefnt til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla s.l. vor.

Á degi íslenskrar tungu, sunnudaginn, 16. nóvember, kl. 11-12 fer fram #menntaspjall á örbloggvefnum Twitter um dag íslenskrar tungu.

Dagur íslenskrar tungu var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996. Fjölmargir aðilar lögðu hönd á plóg og efndu til viðburða af þessu tilefni. Má þar nefna fjölmiðla, skóla, stofnanir og félög. Mennta- og menningarmálaráðuneytið hélt hátíðarsamkomu og veitti þar í fyrsta sinn Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslenskunnar. Íslandsbanki veitti verðlaunaféð og hefur gert síðan. Dagur íslenskrar tungu hefur verið haldinn hátíðlegur með svipuðu sniði og sífellt fleiri aðilar taka virkan þátt í honum með ýmsu móti.

Gestastjórnandi að þessu sinni er Lilja Margrét Möller, formaður samtaka móðurmálskennara.

Í fyrsta sinn fá þátttakendur að kjósa um spurningar sem verða lagðar til grundvallar og biðjum við ykkur að taka þátt í því:


surveys & polls

Skjáumst á sunnudaginn, 16.nóvember á Twitter.

Ingvi Hrannar, Tryggvi og Lilja Margrét.

Ingvi Hrannar Ómarsson

Creator | Educator | Designer | Everything I produce is work in progress | Stanford Alumni in Learning, Design & Technology Twitter: @IngviOmarsson / @IngviHrannar

1 Comment

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *