#menntaspjall um jákvæða umræðu um skólastarf (13.mars 2016)

Áhugafólk hvaðanæva af landinu sem og utan landsteinanna, hafa nýtt annan hvern sunnudag til þess að ræða menntamál á örbloggvefnum Twitter undir umræðumerkinu #menntaspjall (Hægt er að læra á #menntaspjall á 5 mínútum hér).
Lengi höfum við kennarar barist fyrir því að umræðan um starfið okkar sé jákvæðari og meiri virðing borin fyrir störfum okkar. Okkur hefur þótt ómaklega okkur vegið og gjarnan viljað að það fjölmarga góða sem við erum að gera með nemendum okkar sé hampað. En hvernig getum við snúið umræðunni við? Bæði innan okkar raða og ekki hvað síst út á við. Er keflið í raun hjá okkur?
Í #menntaspjallinu þessa helgina, sunnudaginn 13. mars, kl. 11-12, ætlum við að ræða um jákvæða umræðu um skólastarf og hvernig við getum aukið hana.
Spurningarnar verða:
- Hvernig finnst ykkur umræðan um skólastarf vera stödd í dag?
- Hvað kemur í veg fyrir að við tölum um það góða sem við erum að gera?
- Hvað getum við gert til að snúa umræðunni og gera hana málefnalegri?
- Hvernig getum við fengið fjölmiðla til að fjalla um störf okkar á jákvæðari hátt?
- Hvernig forgangsröðum við verkefnum til að bæta ástandið?
Gestastjórnandi verður Sigurður Halldór Jesson, kennari við Vallaskóla á Selfossi. Kennsluferill hans spannar rúm 20 ár. Hans aðal kennslugrein síðustu árin hefur verið upplýsingartækni og náttúrufræði.
Skjáumst á sunnudaginn kl.11.00
Ingvi Hrannar, Tryggvi og Sigurður Halldór